Ægir - 15.12.1959, Side 92
90
ÆGIR — AFMÆLISRIT
nýsmíði véla, þótt hennar hafi nokkuð
gætt, einkanlega í smíði vinnsluvéla fyrir
fiskafurðir. Hins vegar hefir skipasmíði
fleygt mjög fram og allar viðgerðir á vél-
bátaflotanum hér heima fyrir munu vera
tiltækar, þegar efni og varahlutir eru fyr-
ir hendi.
Ennfremur hefir fjölbreytni veiðarfæra
aukizt hröðum skrefum bæði að gerð og
gæðum efnis. Slíkt hlaut að fylgja í kjöl-
far stærri og vandaðri skipa og bættrar
tækni yfirleitt. Alla öldina hefir þokað í
framfaraátt að þessu leyti, og að sjálf-
sögðu eru ekki öll kurl komin til grafar.
Vafalaust er enn margra nýjunga að
vænta.
Tækniframfarir í íslenzkum vélbátaút-
vegi hafa verið svo stórar í sniðum og
skjótar, að þeim hefir naumast orðið með
augum eftir fylgt. Þó hefir ekki í öllum
efnum svo vel til tekizt sem skyldi. Svo
vill oft verða. Eru þar til ýmsar orsakir,
en þær líklega helztar, að fjármagnsskort-
ur hefir sífellt fylgt bátaútveginum eins
og raunar sjávarútveginum öllum eins og
draugur alla öldina. Hefir það oft orðið
til þess að menn hafa þurft að láta und-
an falla að gera tæki sín eins vel úr garði
og nauðsynlegt var. Ennfremur ber þess
að gæta, að í aldarbyrjun eru íslendingar
alls ófróðir um þá véltækni, sem þá var
tekin að ryðja sér til rúms víðast hvar
austan hafs og vestan. Þeir höfðu aldrei
haft tök á að gerast frumkvöðlar í skipa-
smíði eða vélsmíði og þurftu að reisa alla
þekkingu sína 1 þeim efnum á annarra
reynslu. Þetta er að mestu óbreytt enn í
dag. En afleiðingin hefir að sjálfsögðu
orðið margvísleg mistök. Eigi er gott að
spá um, hvort hér muni á verða stórfelld
breyting í náinni framtíð. — Þessi háttur,
að sækja svo til alla þekkingu til annarra
á þessum sviðum, getur líka í fljótu bragði
virzt eðlilegur m. a. alveg sérstaklega
af því, að íslendingar hafa að flestu leyti
betri aðstöðu og meiri hæfni en annarra
þjóða menn til þess að afla sjófangs og
ennfremur af því, að sjávarútvegurinn
er langsamlega afkastamesta atvinnu-
grein, sem þjóðin leggur stund á.
Hins vegar hafa aðrar þjóðir að öllu
leyti betri aðstöðu en við íslendingar til
þess að ná góðum árangri í véltækni. Verð-
ur því að telja, að enn sem komið er a.
m. k. sé það eðlileg verkaskipting, að
við íslendingar leggjum kapp á fram-
leiðslu sjávarafurða og seljum þeim þjóð-
um, sem betur eru til þess hæfar en við
að framleiða iðnaðarvörur, fiskafurðir
okkar og kaupum iðnaðarvörur af þeim
fyrir fiskandvirðið.
Margt fleira mætti drepa á í sambandi
við það, sem hér að framan hefir sagt
verið; væri fróðlegt að rekja rækilega
þróunarsögu þeirra þátta bátaútvegsins,
sem þar hefir verið á minnzt, en eigi eru
tök á að gera það að þessu sinni.
Mörg önnur atriði en tækniþróun eru
mikilsverð í sambandi við vélbátaútveg-
inn, þótt það sé ljóst, að fullkomnir bát-
ar, búnir fullkomnum vélum og öðrum
siglingatækjum og sjór sé á þeim sóttur
með fullkomnustu veiðarfærum, séu þýð-
ingarmestu atriðin. Skal nú lauslega vik-
ið að hinu helzta.
Skal þá fyrst drepið á það, sem skyld-
ast er véltækninni. Fjölgun véla, sem sí-
fellt urðu margbrotnari auk víðtækari
notkunar í fiskiskipum og æ stærri skip
og lengri og harðari sjósókn, hlutu að
skapa þörf fyrir nýja og aukna þekkingu.
Fljótt var brugðið við til þess að bæta úr
þessari þörf. Sérstakur erindreki var kost-
aður til þess að ferðast um landið til þess
að leiðbeina mönnum um meðferð og hirð-
ingu véla. Síðar meir var vélstjóraskólinn
stofnaður. Alllöngu áður hafði verið hafin
skipstjórnarkennsla og fyrst að marki með
stofnun stýrimannaskólans. Þannig hefir
þróunin gert sínar kröfur til þekkingar
og þeim kröfum hefir verið sinnt. íslenzk
sjómannastétt og íslenzkur sjávarútvegur
eiga nú í þessu efni glæsilegt athvarf í
Sjómannaskólanum í Reykjavík.
Allt frá upphafi landsbyggðar og langt
fram á síðustu öld var málum svo háttað,