Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1959, Side 92

Ægir - 15.12.1959, Side 92
90 ÆGIR — AFMÆLISRIT nýsmíði véla, þótt hennar hafi nokkuð gætt, einkanlega í smíði vinnsluvéla fyrir fiskafurðir. Hins vegar hefir skipasmíði fleygt mjög fram og allar viðgerðir á vél- bátaflotanum hér heima fyrir munu vera tiltækar, þegar efni og varahlutir eru fyr- ir hendi. Ennfremur hefir fjölbreytni veiðarfæra aukizt hröðum skrefum bæði að gerð og gæðum efnis. Slíkt hlaut að fylgja í kjöl- far stærri og vandaðri skipa og bættrar tækni yfirleitt. Alla öldina hefir þokað í framfaraátt að þessu leyti, og að sjálf- sögðu eru ekki öll kurl komin til grafar. Vafalaust er enn margra nýjunga að vænta. Tækniframfarir í íslenzkum vélbátaút- vegi hafa verið svo stórar í sniðum og skjótar, að þeim hefir naumast orðið með augum eftir fylgt. Þó hefir ekki í öllum efnum svo vel til tekizt sem skyldi. Svo vill oft verða. Eru þar til ýmsar orsakir, en þær líklega helztar, að fjármagnsskort- ur hefir sífellt fylgt bátaútveginum eins og raunar sjávarútveginum öllum eins og draugur alla öldina. Hefir það oft orðið til þess að menn hafa þurft að láta und- an falla að gera tæki sín eins vel úr garði og nauðsynlegt var. Ennfremur ber þess að gæta, að í aldarbyrjun eru íslendingar alls ófróðir um þá véltækni, sem þá var tekin að ryðja sér til rúms víðast hvar austan hafs og vestan. Þeir höfðu aldrei haft tök á að gerast frumkvöðlar í skipa- smíði eða vélsmíði og þurftu að reisa alla þekkingu sína 1 þeim efnum á annarra reynslu. Þetta er að mestu óbreytt enn í dag. En afleiðingin hefir að sjálfsögðu orðið margvísleg mistök. Eigi er gott að spá um, hvort hér muni á verða stórfelld breyting í náinni framtíð. — Þessi háttur, að sækja svo til alla þekkingu til annarra á þessum sviðum, getur líka í fljótu bragði virzt eðlilegur m. a. alveg sérstaklega af því, að íslendingar hafa að flestu leyti betri aðstöðu og meiri hæfni en annarra þjóða menn til þess að afla sjófangs og ennfremur af því, að sjávarútvegurinn er langsamlega afkastamesta atvinnu- grein, sem þjóðin leggur stund á. Hins vegar hafa aðrar þjóðir að öllu leyti betri aðstöðu en við íslendingar til þess að ná góðum árangri í véltækni. Verð- ur því að telja, að enn sem komið er a. m. k. sé það eðlileg verkaskipting, að við íslendingar leggjum kapp á fram- leiðslu sjávarafurða og seljum þeim þjóð- um, sem betur eru til þess hæfar en við að framleiða iðnaðarvörur, fiskafurðir okkar og kaupum iðnaðarvörur af þeim fyrir fiskandvirðið. Margt fleira mætti drepa á í sambandi við það, sem hér að framan hefir sagt verið; væri fróðlegt að rekja rækilega þróunarsögu þeirra þátta bátaútvegsins, sem þar hefir verið á minnzt, en eigi eru tök á að gera það að þessu sinni. Mörg önnur atriði en tækniþróun eru mikilsverð í sambandi við vélbátaútveg- inn, þótt það sé ljóst, að fullkomnir bát- ar, búnir fullkomnum vélum og öðrum siglingatækjum og sjór sé á þeim sóttur með fullkomnustu veiðarfærum, séu þýð- ingarmestu atriðin. Skal nú lauslega vik- ið að hinu helzta. Skal þá fyrst drepið á það, sem skyld- ast er véltækninni. Fjölgun véla, sem sí- fellt urðu margbrotnari auk víðtækari notkunar í fiskiskipum og æ stærri skip og lengri og harðari sjósókn, hlutu að skapa þörf fyrir nýja og aukna þekkingu. Fljótt var brugðið við til þess að bæta úr þessari þörf. Sérstakur erindreki var kost- aður til þess að ferðast um landið til þess að leiðbeina mönnum um meðferð og hirð- ingu véla. Síðar meir var vélstjóraskólinn stofnaður. Alllöngu áður hafði verið hafin skipstjórnarkennsla og fyrst að marki með stofnun stýrimannaskólans. Þannig hefir þróunin gert sínar kröfur til þekkingar og þeim kröfum hefir verið sinnt. íslenzk sjómannastétt og íslenzkur sjávarútvegur eiga nú í þessu efni glæsilegt athvarf í Sjómannaskólanum í Reykjavík. Allt frá upphafi landsbyggðar og langt fram á síðustu öld var málum svo háttað,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.