Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1959, Side 96

Ægir - 15.12.1959, Side 96
94 ÆGIR — AFMÆLISRIT reynd, að íslenzka þjóðin kemst ekki af án hans, verður að gera þá lágmarks- kröfu, að séð sé til þess, að hann lendi ekki í þrotum vegna lánsfjárskorts. Þegar minnzt er á hin margvíslegu vandamál, sem bátaútvegurinn á við að stríða, verður ekki hjá því komizt að vekja athygli á þeirri uggvænlegu stað- reynd, að æskufólk virðist orðið afhuga fiskveiðum og fiskvinnslu. Um 1400 út- lendingar unnu við þessi störf síðastliðna vetrarvertíð. Vandamál þetta er bæði margþætt og erfitt viðfangs. Ein höfuð- skýringin er sú, að störf þessi eru svo bindandi, tímafrek og erfið miðað við kaupgreiðslur, að fólk virðist heldur vilja sinna öðrum störfum. Um fátt horfir nú verr í sjávarútveginum en einmitt þessa óheillaþróun. Eigi verða hér gerðar tillög- ur um lausn þessa vandamáls, en fullyrða má, að„ mikil vá er fyrir dyrum, ef það verður ekki leyst í mjög náinni framtíð. Hér verður ekki ráðizt í að rekja hag- sögu vélbátaútvegsins á þessari öld, það myndi sjálfsagt verða slíkt verkefni, að endast myndi í heilt rit. Á það skal að- eins lögð áherzla, að slæm afkoma hefir lengstum verið fylgifiskur þessa afkasta- mesta atvinnuvegar þjóðarinnar. Stafar það af því, eins og áður segir, að af hon- um hefir alltaf verið krafizt meira en rétt- mætt var. Þessar hóflausu kröfur hafa valdið þjóðinni ómetanlegu tjóni að því leyti, að þær hafa leitt til kyrldngs í at- vinnuveginum, einmitt þeim atvinnuvegi, sem Islendingar geta náð langbezta ár- angrinum í. Ef betur hefði verið að hon- um búið af þjóðinni — ég segi þjóðinni, ekki aðeins ríkisvaldinu — væri hann f jöl- breyttari, fullkomnari og þar með afkasta- meiri. — Skal hér eigi fleira um þetta rætt. Hér að framan hefir verið vikið að upp- hafi vélbátaútvegsins, tækniþróun hans, afurðasölumálum, félagsmálum, banka- málum o. fl. Hefir þess þó eigi verið kost- ur að gera neinum þessara þátta rækileg skil, aðeins á þeim vakin athygli. Er þó hér um hin þýðingarmestu málefni að ræða. En þess ber að geta, að fjölmargt annað rennir stoðum undir bátaútveginn. Verður hér aðeins á fátt eitt af því drepið. Þess er ekki langt að minnast, er fyrsti vitinn var smíðaður hér á landi. Nú er svo komið, að allvel virðist séð fyrir þörfum sjófarenda um vitabyggingar. Samtímis hefir siglingatækni fleygt fram óðfluga. Hið sama má um veðurþjónustuna segja. Þessi ánægjulega þróun hefir að sjálf- sögðu orðið bátaútveginum hin mesta hjálparhella og stuðlað að aukinni sjósókn og auknum afla, auk þess sem hún hefir stóraukið öryggi fiskimanna og annarra sjófarenda. Hafnleysið hefir löngum verið bátaút- veginum hið mesta vandamál. Svo hagar til, að útgerð báta er miklu dreifðari en útgerð togara. Þess vegna á bátaútvegur- inn mikið undir því, að hafnargerð sé mikil í landinu. Einhvern veginn hefir þó farið svo, að fjárveitingavaldið hefir ekki talið sér fært að leysa þetta verkefni. Því skal að vísu ekki neitað, að hafnargerðir eru dýrar og allmikið hefir verið að gert. En það verður að teljast eitt af höfuð- hagsmunamálum bátaútvegsins, að aukið kapp verði lagt á að gera sem beztar hafnir við og í nágrenni við beztu fiski- miðin. Landhelgismálin hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Er saga þeirra því allvel kunn, og verður hún því eigi rakin hér. Vil ég aðeins leggja áherzlu á þá skoðun mína, að þessi mál eru ein hin þýðingai’mestu fyrir vélbátaútveginn. Er vonandi, að þau heillaspor, sem stigin voru í landhelgismálunum árin 1950 og 1952, séu eigi hin fyrstu, og að mörg og merk tíðindi eigi enn eftir að gerast á þessu sviði. Jafnhliða hröðum framförum í fisk- veiðum hefir orðið stórfelld bylting í vinnslu sjávarafurða. Ber þar tvímæla- laust hæst frystiiðnaðinn og síldarvinnsl- una og á síðari þátturinn sér að sjálf- sögðu lengri sögu. Síldarbræðsla hófst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.