Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 97

Ægir - 15.12.1959, Page 97
ÆGIR — AFMÆLISRIT 95 snemma hér á landi. En lengi framan af voru flestar síldai’verksmiðjurnar eign er- lendra manna og má raunar segja, að út- lendingar hafi átt geysisterk ítök í síldar- iðnaðinum langt fram á þriðja áratuginn. Stærsta skrefið í breytingaátt á þessu sviði var stigið með byggingu síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði og síðar á Raufarhöfn og Skagaströnd. Stofninn var verksmiðjur erlendra manna, er ríkið keypti. Jafnframt þessu, og að vísu nokkru áður, hófust ýmsir einstaklingar handa á þessum sama vettvangi. Þar sem fljótt lá ljóst fyrir, að hér var um geysilega þýð- ingarmikinn þátt þjóðarbúskaparins að ræða, var strax er fært þótti ráðizt í stór- fellda aukningu þessara atvinnutækj a, og miklar vonir við það bundnar. En þær brugðust því miður hrapallega vegna afla- brests. í þessu sambandi er rétt að minna á það, sem skyldast er,en það eru lifrarbræðslurn- ar. Lifur hefir lengi verið brædd hér á landi, fyrst við frumstæð skilyrði, en í þeim atvinnuvegi hafa þó sem í öðrum orðið miklar framfarir, og þorskalýsið löngum verið þýðingarmikill þáttur í útflutnings- framleiðslunni. Þó er sá ljóður á, að víða um land, þar sem lifrarmagn er lítið, hef- ir lifrin ekki verið nýtt sem skyldi. Væri æskilegt að gera athugun á því, hvort ekki mætti safna þessari lifur saman t. d. í strandferðaskipin, og bræða hana á einum stað, t. d. í Reykjavík. Hraðfyrstingin, er hún hófst, er eitthvert þýðingarmesta framfaraspor, sem stigið hefur verið varðandi íslenzka framleiðslu- hætti. Er nú líka svo komið, að frysti- iðnaðurinn er orðinn ein þýðingar- mesta grein íslenzks atvinnulífs og hrað- frystar fiskafurðir eru orðnar stærsti lið- ur útflutningsins. Hefir þessi þáttur fisk- vinnslunnar tekið stórstígum framförum á skömmum tíma. Síldarfrysting fyrir er- lenda markaði hér á Suður- og Vestur- landi færist nú óðfluga í vöxt, er síld veiðist, og getur orðið frystihúsunum á þessu svæði mikil lyftistöng jafnframt því, að hún auðveldar á margan hátt hina síauknu síldarsöltun í þessum landshlut- um. Þá er þess að geta, að vinnsla hvers konar fiskúrgangs, sem svo er nefndur, er komin á hátt stig, og má margt í því efni telja til algerra nýjunga. Verðmæta- sköpun í þessari grein er mjög mikil, og eru enda ekki mörg ár síðan þetta hrá- efni fór svo til allt forgörðum. Skreiðarvinnslan er ekki nýjung í ís- lenzkum fiskiðnaði. En til skammt tíma lá hún algerlega niðri, og það er fyrst nú alveg seinustu árin, að hún verður áber- andi mikill hluti útflutningsins. Hér skal eigi fleira um fiskiðnaðinn rætt, það munu aðrir gera rækilegar. Ég vildi þó ekki ganga alveg framhjá þessum þáttum sjávarútvegsins, því að þeir eru all- ir meira og minna samofnir. Framför á einu sviði hefir ýmist í för með sér fram- farir á öðrum eða rekur á eftir þeim. Eigi verður um bátaútveginn rætt án þess að minnzt sé þeirra tímamóta, er Is- lendingar hófu að nýju millilandasigling- ar á eigin skipum. Reynslan hefir sýnt, að það framtak hefir orðið þjóðinni giftu- drjúgt. Bátaútvegurinn á að sjálfsögðu hreint ekki lítið undir þeirri starfsemi. Ber að fagna því, að stjórnarvöldin hafa borið gæfu til að búa svo um hnútana, að þessi grein sjávarútvegsins hefir ekki orðið jafnhart út og aðrar greinar hans. Það er nú e. t. v. að bera í bakkafullan lækinn að drepa hér á sjálfstæðismál og utanríkisþjónustu. Þó verður vart hjá því komizt. Það er alkunna, að framfarir all- ar og dugur með þjóðinni jókst stórlega, er hún fékk sjálfstæði sitt 1918. Með lýð- veldisstofnuninni og að vísu nokkru áður, af sérstökum, kunnum ástæðum, taka Is- lendingar að fjalla meira en áður og að öllu leyti um utanríkismál sín og utan- ríkisverzlun. Sú breyting hefir tvímæla- laust orðið til mikillar blessunar. Hefir í því efni sannazt spakmælið: Sjálfs er höndin hollust. Hafa margir ágætir menn lagt hönd á plóginn á þessu sviði. Að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.