Ægir - 15.12.1959, Síða 124
122
ÆGIR — AFMÆLISRIT
vantaði alveg nauðsynleg dreifingarkerfi
fyrir þessa vöru, og fiskinum pakkað
í óhentugar umbúðir, þ. e. a. s. 7 lbs
pergamentvafðar blokkir. Nú er hins veg-
ar farið að selja freðfisk til Hollands í
neytendaumbúðum, og er nú dreifingar-
kerfi fyrir hendi. Standa vonir til þess,
að fisksalan þar geti aukizt verulega.
Snemma var reynt að selja til ísrael og
fór þangað fyrsta sendingin árið 1947.
Hefur árlega verði selt nokkurt magn af
fiski til þessa lands.
Til Austur-Þýzkalands tókst fyrst að
selja árið 1953 og þá í beinum vöruskipt-
um. Um tíma var ekki hægt að selja freð-
fisk til ýmissa landa nema í beinum vöru-
skiptum. Voru þessi viðskipti yfirleitt
mjög erfið, en merkilegur þáttur í þróun-
arsögu markaðsmálanna. Urðu samtök
frystihúsaeigenda að koma á fót sérstök-
um innflutningsfyrirtækjum til að annast
innkaup varanna, þar eð aðrir innflytj-
endur vildu ekki, í upphafi, sinna viðskipt-
um við þessi lönd.
Nú kaupir A.-Þýzkaland mikið af freð-
fiski og hafa viðskiptin aukizt ár frá ári.
Eins og fyrr segir, höfðu Bretar keypt
nær alla freðfiskframleiðsluna til árs-
loka 1945. Árið eftir kaupa þeir nær ekk-
ert, eru stærstu kaupendur næstu 3 árin,
og mjög stórir kaupendur til ársloka 1952.
Síðan hefir sáralítið verið selt til Eng-
lands annað en fryst hrogn og smávegis
af flatfiski. Bretar eru mikil fiskneyzlu-
þjóð og hafa aukið geysilega fiskveiðar
sínar eftir stríð, en lagt minna kapp á
að koma upp dreifingarkerfi fyrir fryst-
ar vörur. Frysti fiskurinn hefir því til
skamms tíma verið seldur uppþíddur, oft
í slæmu ástandi og fyrir lágt verð. Af
þessum ástæðum reyndist ekki mögulegt
að halda þessum viðskiptum áfram.
Nú virðist hins vegar vera að koma
nokkur breyting á þessi mál. Er talið, að
um 10% af fisksölunni í Bretlandi sé nú
frystur fiskur og sé hann 15% af heildar-
neyzlu frystra vara, og er mikið af honum
í neytendaumbúðum, og seldur í frosnu
ástandi. Þessi þróun mun þó sjálfsagt
taka langan tíma, en S. H. hefir þegar
hafið nauðsynlegan undirbúning til þess
að tryggja varanlega aðstöðu á þessum
markaði.
Á fyrstu starfsárum frystihúsanna var
nokkrum sinnum selt lítið magn af freð-
fiski til Svíþjóðar. Má segja, að þessar
sölur hafi allar mistekizt. Það var fyrst á
árinu 1955, sem þessi markaður var opn-
aður fyrir íslenzka fiskinn í neytenda-
umbúðum og fer salan vaxandi. Bendir
margt til þess, að þarna geti skapazt ágæt-
ur markaður og líkar frysti fiskurinn
mjög vel. Er áætlað að 50% af neyzlu
frystra vara sé frystur fiskur, og er
þetta hlutfall sennilega hvergi hærra.
Enda eru nú um 10.000 búðir, sem selja
frystan fisk, og er hann mikið auglýstur.
Til fróðleiks má geta þess, að í Banda-
ríkjunum er fyrrnefnt hlutfall aðeins 8%.
Hér hafa aðeins verið talin upp helztu
markaðslöndin. Þó verður ekki skilið við
þetta efni án þess að nefna aðrar frystar
afurðir frystihúsanna. Má þar fyrst nefna
síldina, sem nú um árabil hefir verið all-
stór útflutningsvara. Enda þótt frysti-
húsin hafi frá fyrstu tíð fryst síld til beitu,
mun útflutningur ekki hafa átt sér stað
svo neinu næmi fyrr en á árinu 1945.
Voru þá seldar um 1000 lestir til Frakk-
lands, og nokkru minna 2 árum síðar.
Á árinu 1949 takast fyrstu samningar
um sölu á frystri Faxaflóasíld til Póllands
og ári síðar til Tékkóslóvakíu. Þessi 2 lönd
hafa síðan alltaf viljað kaupa mikið magn
af frystri síld.
Auk þessara landa eru vafalaust miklir
sölumöguleikar fyrir frysta í síld í Sovét-
ríkjunum, Austur-Þýzkalandi og víðar og
hafa bæði löndin keypt nokkurt magn.
Væri áreiðanlega hægt að auka mikið út-
flutning á frystri síld, ef hún væri fyrir
hendi.
Fryst hrogn hafa verið seld til Eng-
lands í mörg ár, og smávegis til Frakk-
lands. Nokkuð hefir verið selt til Banda-
ríkjanna af frystum humar og rækjum,