Ægir - 15.12.1959, Síða 146
144
ÆGIR — AFMÆLISRIT
hjá sér kæligeymslum. Saltfisk er hins
vegar hægt að flytja víðs vegar við hin
frumstæðustu skilyrði, og þolir hann
furðu vel hitabeltisloftslag. Gera þessir
eigin'eikar því ýmsum mögulegt að nota
saltfisk og harðfisk, þar sem enganveginn
væi'i hægt að nota frystan fisk. Þá hafa
og ýmis trúarbrögð (t. d. kaþólskir)
mjög mikil áhrif á fiskneyzluna í ýmsum
löndum.
Er spurt var um gæði fyrr og nú
svöruðu forstjórarnir á þennan veg: Erf-
itt er að fullyrða nokkuð um það, hvort
gæðum saltfisksins hafi hrakað eða ekki
á síðari árum. Vissulega er hlutfallstala
hinna lægri gæðaflokka í framleiðslunni
miklu hærri en fyrir stríðið. Ástæðan fyr-
ir þessari breytingu er þó fyrst og fremst
sú, að mestur hluti bezta fisksins er nú
hraðfrystur, en lakari hráefni látin fara
í herzlu eða salt. Til útflutnings fer því
mikið af 2. og 3. flokks fiski og jafnvel
4. flokks. En svo vill til, að á sama tíma
hafa myndazt og unnizt nýir markaðir,
sem kaupa þessa vöru, og notast fiskurinn
þannig að fullu, þótt verðið sé að sjálf-
sögðu nokkru lægra en fyrir 1. flokks
vöru. Eru það einkum Mið- og Suður-
Ameríku ríkin, sem kaupa hina lægri
gæðaflokka. Saltfiskur er víðast hvar fá-
tækra manna fæða, svo að verðlagið hefur
mest að segja gagnvart neyzlunni.
Með hliðsjón af því sem hér hefur ver-
ið rakið, bendir ýmislegt til, að enn um
stund verði all mikið framleitt af salt-
fiski til sölu á erlendan markað. Það ,mun
því enn sem fyrr berða haldbezt og
happadrýgst gagnvart frambúðarvið-
skiptum að leggja mikla og aukna rækt
við vöruvöndun og örugt mat. Efnahagur
í neyzlulöndunum á vonandi fyrir sér að
batna, og þá gera menn meiri kröfur til
gæða og útlits, auk þess sem með aukinni
menntun og menningu fylgir sú krafa
fast eftir á öllum sviðum kaupskapar.
Saltfiskframleiðslam, á þessari öld.
Að lokum þykir mér rétt að birta hér
skýrslu yfir saltfiskframleiðsluna á þess-
ari öld.
Það skal tekið fram í þessu sambandi,
að allt frá 1934 hefur S. í. F. eitt verið
útflytjandi sa’tfiskframleiðslunnar og
haft söluumboð fyrir hana.
Saltfiskfrarnleiðsla 1900—1957.
Mi'öaö viö fullstaðinn fisk.
Ár smál. Ár smál.
1900—1911 (Meðaltal) 21.600 1935 83.500
1912 25.100 1936 48.600
1913 31.000 1937 46.000
1914 30.800 1938 62.700
1915 34.600 1939 62.000
1916 38.700 1940 26.300
1917 33.900 1941 30.700
1918 32.500 1942 5.100
1919 41.300 1943 1.800
1920 43.900 1944 1.900
1921 45.100 1945 1.600
1922 43.500 1946 16.000
1923 42.600 1947 37.300
1924 88.100 1948 14.900
1925 90.400 1949 23.600
1926 59.600 1950 55.300
1927 79.000 1951 31.500
1928 102.500 1952 63.600
1929 104.300 1953 47.400
1930 117.858 1954 37.400
1931 108.000 1955 48.500
1932 94.000 1956 45.000
1933 114.000 1957 34.000
1934 103.000
Ég vona, að þetta stutta ágrip af sögu
saltfiskframleiðslunnar á íslandi gefi
nokkra hugmynd um mikilvægi hennar
fyrir þjóðarbúið, þar sem utanríkisverzl-
un landsins byggðist raunverulega um
margar aldir á þessum einhæfa útflutn-
ingi.