Ægir - 15.12.1959, Side 152
150
ÆGIR — AFMÆLISRIT
ig 1930. Loks keypti Fiskimjöl h.f. beina-
mjölsverksmiðju á Siglufirði sama ár, en
um upphaf hennar er mér ekki kunnugt.
Allt fram að styrjaldarbyrjun var yf-
irgnæfandi hluti fiskmjölsframleiðslunn-
ar úr þurrkuðum beinum. Öll árin, sem
styrjöldin stóð, skiptist framleiðslan hins
vegar nokkurnveginn jafnt milli vélþurrk-
aðs og loftþurrkaðs mjöls.
Árið 1934 voru settar fiskmjölsvélar í
togarann Gylfa frá Patreksfirði, og ári
síðar í Garðar frá Hafnarfirði. Voru
þetta fyrstu fiskmjölsvélar, sem settar
voru í íslenzka togara.
1935 hófst karfavinnsla bæði á Sól-
bakka við Önundarfjörð og einnig á
Siglufirði. Karfinn var unninn í síldar-
verksmiðjunum, sem fyrir voru á þess-
um stöðum, og á sama hátt og síld. 1936
var byggð fiskmjölsverksmiðja á Patreks-
firði gagngert til þess að vinna karfa.
1937 er stofnuð Síldar- og fiskmjölsverk-
smiðja Akraness, og það ár er einnig
byggð Síldarbræðslan á Seyðisfirði og
þurrbeinaverksmiðjunni í Neskaupstað
breytt í beinamjöls- og síldarverksmiðju.
Um svipað leyti var líka Húsavíkurverk-
smiðjan reist. Þótt margar þessara verk-
smiðja væru fyrst og fremst byggðar
sem síldarverksmiðjur, áttu þær þó öðr-
um þræði að vinna úr fiskúrgangi. 1938
er síðan reist fiskmjölsverksmiðja á
Bíldudal.
Á styrjaldarárunum var tiltölulega
lágt verð á fiskmjöli, og var það mönn-
ura lítil hvatning til aukinnar fram-
leiðslu og verksmiðjubygginga. Þó hefur
hráefnismagnið. sem nota mátti til fisk-
mjölsframleiðslu, vafalaust aukizt til
muna á þessum árum vegna aukinnar
fiskflökunar. Þótt allmargar fiskmjöls-
verksmiðjur væru nú til í landinu, var
ástandið þannig í lok styi’jaldarinnar, að
mörg hraðfrystihúsanna urðu að kasta
fiskúrganginum og þurftu stundum að
kosta nokkru til að koma honum frá sér.
En 1945 fór að rætast úr þessum vand-
ræðum. Það ár er reist fiskmjölsverk-
smiðja í Innri-Njarðvík og vélarnar úr
togaranum „Garðar" teknar í notkun í
Hafnarfirði. 1946 tekur síðan verk-
smiðja Fiskiðjunnar s.f. í Keflavík til
starfa. Var sú verksmiðja byggð upp úr
þurrbeinaverksmiðjunni á Vattamesi.
Þegar síldin hljóp í innfirði Faxaflóa,
1947—1948, var ráðizt í stórfelldar
framkvæmdir til stækkunar verksmiðjun-
um á Akranesi, í Hafnarfirði, Keflavík og
Innri Njarðvík og þær gerðar þannig úr
garði, að þær gætu unnið síld í stórum
stíl. Þá var einnig Síldar- og fiskmjöls-
verksmiðjan, Reykjavík, stofnuð, og
byggði hún verksmiðju upp úr gömlu
beinamjölsverksmiðjunni, sem Fiskimjöl
h.f. átti. Eins og kunnugt er, tók fyrir
síldargengd í Faxaflóa og varð það hlut-
skipti þessara verksmiðja að vinna fyrst
og fremst úr fiskúrgangi og karfaúr-
gangi. Karfaveiðarnar, sem höfðu lagzt
niður í styrjaldarbyrjun, hófust aftur
1950 og hafa staðið óslitið síðan. Á ár-
unum 1935—1939 var einvörðungu unn-
inn heill karfi í verksmiðjunum, en lifr-
in þó tekin úr nokkrum hluta hans, en
1950 var þegar byrjað að flaka karfann
og 1952 var svo komið, að hráefnið, sem
verksmiðjurnar fengu frá karfaveiðunum,
var að langmestu leyti úrgangur frá
karfaflökun.
Verksmiðjurnar, sem byggðar voru á
árunum 1936—1950, áttu allar sammerkt
í því. að þær voru búnar suðukerjum og
pressum. I þeim var því fiskúrgangurinn
soðinn og pressaður á undan þurrkun, en
fisksoðið fór beina leið í hafið. Með þess-
um vinnslumáta tapaðist 20—25% af
mjölefnum úrgangsins. Eins og áður er
sagt, hafði allt frá 1926 verið framleitt
mjöl í Vestmannaeyjum úr þorskúrgangi
með beinni þurrkun í kokskyntum eld-
þurrkara. Mjölefnatöpin eru hverfandi
lítil, þegar þessi aðferð er viðhöfð. Ýmsir
erfiðleikar eru þó á þessari vinnslu, eink-
um vegna þess, að hráefnið límist innan
í þurrkarann á ákveðnu þurrkstigi, og er
erfitt að halda jafnri þurrkun af þessum