Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 153
ÆGIR — AFMÆLISRIT
151
sökum. Þurrkaramir vilja líka „ryðja
sig“, eins og það er kallað, en með því er
átt við, að efnið komi úr þeim í gusum.
Yfirleitt má segja, að bein þurrkun í ein-
um þurrkara sé talsvert vandaverk, sem
krefst mikillar aðgæzlu. Þegar olíukynd-
ingai*tækin komu til sögunnar við fram-
leiðslu fiskmjöls eftir lok seinni heims-
styrjaldarinnar, breyttist þetta viðhorf
nokkuð, enda rniklu auðveldara að stilla
eldana, þegar brennt er olíu heldur en
þegar brennt er koksi. Bein þurrkun var
þó ekki tekin upp utan Vestmannaeyja
fyrr en 1950—1951, að verksmiðjurnar
við Faxaflóa breyttu vinnslunni hjá sér
í þetta horf. Síðan hefur bein þurrkun
verið tekin upp í nær öllum verksmiðjum
landsins, sem nota eldþurrkara.
Sömu efnatöp áttu sér stað við karfa-
vinnsluna og við vinnslu fiskúrgangsins,
þegar hráefnið var soðið og pressað og
soðinu síðan hleypt í sjóinn. Bein þurrkun
kom ekki til greina fyrir karfann og
karfaúrganginn, vegna þess hve feitur
hann er. 1953 keypti Lýsi & Mjöl í Hafn-
arfirði því þriggja þrepa eimara til þess
að eima karfasoðið og framleiða úr þvi
soðkjarna, sem síðan var blandað í
pressukökuna og þurrkaður með henni.
Með þessari nýbreytni var að mestu tek-
ið fyrir mjöltöpin, en þau höfðu áður
verið 20—25% af heildarmjölmagninu. Á
næstu árum öfluðu verksmiðjurnar :í
Reykjavík og á Akranesi sér einnig eim-
ara.
Á næstu árum eftir 1950 fjölgaði fisk-
mjölsverksmiðjunum mjög ört. Einkum
var byggður fjöldi lítilla og einfaldra
verksmiðja, þar sem framleitt var mjöl
úr mögru hráefni með beinni þurrkun í
einum þurrkara.
Þótt olíukyndingartækin auðveldi mjög
beinu þurrkunina, hlýtur hún alltaf
að vera ýmsum vandkvæðum bundin
vegna límingar efnisins innan í þurrkar-
ann. Með þessari þurrkunaraðferð er
líka mjög örðugt að hagnýta slóg, en
magn þess er talið nema 10—13 þús.
smál. á ári í verstöðvunum á Suður- og
Suðvesturlandi.
Þessi vandkvæði á beinu þurrkuninni
áttu megin þátt í þvi, að 1955 var farið
að reyna hina svokölluðu tveggja þurrk-
araaðferð. Með þessari aðferð eru notað-
ir tveir eldþurrkarar og tekur hvor við af
öðrum. í fyrri þurrkaranum er efnið
þun-kað til hálfs eða vel það, síðan er
því skipt, og fer meiri hluti þess til baka
og blandast aftur hráefninu, áður en það
fer inn í þurrkarann. Á þennan hátt er
vatnsinnihaldið í efninu, sem fyrri þurrk-
arinn fær, lækkað það mikið, að það hætt-
ir að límast í þurrkarann. Minni hluti
efnisins frá fyrri þurrkaranum er síðan
fullþurrkaður í seinni þurrkaranum.
Aðferð þessi var fyrst prófuð hjá
Fiskiðjunni s. f. í Keflavík og reyndist hún
þegar vel. Líka kom í Ijós, að með henni
mátti þurrka slóg með beinum í þeim
hlutföllum. sem þessi hráefni komu frá
vinnslustöðvunum. Áður hafði slóg hvergi
verið nýtt, nema hjá Lýsi & Mjöl í Hafn-
arfirði, þar sem tiltölulega lítið magn af
slógi hafði í nokkur ár verið þurrkað með
beinum. Tveggja þurrkaraaðferðin hefur
nýlega verið endurbætt á þann hátt, að
efnið er soðið í litlu eldsuðukeri, áður er
það fer inn í fyrri þurrkarann. Þessi nýj-
ung var fyrst reynd hjá Fiskimjöl h.f. í
Innri-Njarðvík. Hefur hún þann kost
fram yfir eldri aðferðina, að blöndun
hálfþurra efnisins við nýja efnið er mikl-
um mun auðveldari eftir suðuna. Þá hef-
ur einnig komið í ljós, að hægt er að
þurrka bein og s!óg í jöfnum hlutföllum,
ef eldsuðukerið er notað. Útlit er fyrir, að
hjá stóru verksmiðjunum verði þetta ríkj-
andi aðferð á næstu árum. Hins vegar
er aðferðin of margbrotin til þess að hún
henti litlu verksmiðjunum vel. Nú er svo
komið, að mikill meirihluti af því slógi,
sem til fellur í landinu, fer til mjölfram-
leiðslu.
Þegar nýsköpunartogararnir voru
byggðir, eftir lok seinni heimsstyrjaldar-
innar, voru allmargir þeirra búnir fisk-