Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1979, Page 28

Ægir - 01.02.1979, Page 28
Notendur eru smjörlíkisgerðir í Reykjavík, á Akur- eyri og ísafirði. Framleiðslan í þessi 30 ár hefur takmarkast af heimanotkun en hún er 500 - 800 tonn og sveiflast eftir því hve mikið er flutt inn af norskri harð- feiti. Afkastagetan er allmiklu meiri og hefur nokkrum sinnum verið reynt að flytja út en ekki gengið vel. Koma þar til ýmsir erfiðleikar sem of langt mál væri að telja, en draga má saman í eina setningu: Verksmiðjan er ekki samkeppnisfær á er- lendum markaði. Fram að þessu hefur verksmiðjan verið sam- keppnisfær hér heima enda nýtur hún staðarverndar í lýsisverði og aðflutningskostnaði erlendrar vöru. En auk þess hefur verið nokkur tollvernd þó svo að verðlagsyfirvöld hafi lengst af ekki leyft, að sú vernd væri notuð svo nokkru næmi í verðlagningu hinnar íslensku vöru og uppbygging því orðið hæg, en á stundum orsakað beint tap. En nú hefur dæmið snúist við hvað snertir tollvernd. Innflutningstollar af erlendri harðfeiti hafa verið felldir niður samkvæmt EFTA og EEC samningum og í staðinn hafa erlendir framleið- endur fengið vernd á hinum íslenska markaði. öll þau efni sem flytja þarf inn til framleiðslunnar eru með 22% söluskatti en söluvaran sjálf (harð- feitin) söluskattfrjáls. Að auki eru allir vara- hlutir og tæki sem flytja þarf til verksmiðjunnar tollað svo að reikna má með 100% álagi á F.O.B. verð. Er hér gott dæmi um lágtollastefnu í fram- kvæmd: svo virðist sem enginn tími gefist til þess að gera sér grein fyrir hvað annað þurfi að gera en að lækka tollana. Þegar varað er við hvert stefnir er venjulega yppt öxlum og sagt „enginn er bú- maður nema hann berji sér.“ Það er vissulega verðugt verkefni að gera alvöru- tilraun til þess að koma fótunum svo undir þennan iðnað að hægt væri að ílytja harðfeiti út í nokkrum stíl. Við framleiðum lýsi í það stórum stíl að um okkur munar á heimsmarkaðinum og getum þess vegna beitt vissum þrýstingi til þess að finna harðfeitinni markað. Til er í landinu aðstaða til ódýrrar framleiðslu á vetni og 30 ára reynsla við framleiðsluna hefur skapað kunnáttu sem er grund- völlur þróunar þessa iðnaðar. Við íslendingar höfum sýnt tilþrif þegar við höfum lagt í stóriðnað þar sem hvorki hefur verið til reynsla og kunnátta né hráefni til framleiðsl- unnar. Hvernig væri nú að bretta upp ermarnar og leggja í ævintýri þar sem allt þetta er fyrir hendi? Við áramót Framhald af bls. 55 völd ekki meinað norskum skipum að sækja þangað, né takmarkað veiðar þeirra þar, nema með því að lýsa yfir lögsögu sinni á svæðinu eða gera sérstakan samning við aðrar þjóðir sem á svæðið sækja. Að öðru óbreyttu má því búast við sókn ýmissa annarra þjóða en Norðmanna á þessi mið á næsta sumri. Hagsmuna okkar virðist því bezt gætt með því að semja við Norðmenn um sameiginlega nýtingu þeirra fiskstofna er um Jan Mayen svæðið ganga. í þessu sambandi mæla sanngirnissjónarmið og ýmis sterk rök með því að ísland haldi 200 mílna fiskveiðilögsögu gagnvart Jan Mayen. Á hitt ber og að líta að við höfum í þessu tillit áþekkra hagsmuna að gæta við NA-Græn- land, þar sem fiskveiðilögsagan hefur enn ekki verið færð út. Við væntum þess að á næstu árum takist að endurreisa þá fiskstofna sem nú eru ofnýttit þannig að afli íslenzkra fiskiskipa vaxi verulega frá því sem nú er. Á þetta sérstaklega við um botn- lægar tegundir. í þessu tilliti ber fyrst og fremst að huga að samræmingu sóknar þ.e. fjölda og af- kastagetu fiskiskipa og afrakstursgetu miðanna. Öllum er ljóst að nytja verður fiskstofnana skynsamlega. Það verður einungis gert ef beitt er hæfilegum fiskiskipastól við veiðarnar. Of mikil sóknargeta leiðir einungis til verri afkomu þeirra er við sjávarútveg fást og raunar alls þjóðarbúsins. Hið sama gildir urn samræmingu veiða og vinnslu. Ef afli okkar, sérstaklega botnlægta tegunda, vex verulega frá því sem nú er og allir hljóta að vænta, er mikil þörf á að meta rétt afköst fiskvinnslustöðva og þá aukningu og ekk' síður þá þörf er skapast mun fyrir aukinn mann- afla við vinnsluna. 72 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.