Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1979, Síða 44

Ægir - 01.02.1979, Síða 44
til hjálpar við löndunina. En þegar þessar dælur eru notaðar þarf vatnið ekki að vera nema til- tölulega lítið og er sjálfsagt að endurnota sama vatnið allan tímann, sem landað er úr sama bátnum. Þá er vatnið oft orðið mjög feitt og þurrefnis- ríkt og ætti þá að taka það inn í framleiðsluna, en ekki hleypa því í hafnirnar. Þetta, sem ég segi hér virðist oft eðlilegt og sjálfsagt, en svo er þó alls ekki. Á sumrin hafa helstu vinnsluvandræði verksmiðjanna einmitt stafað af of miklum vökva, sem þær hafa ekki ráðið við að fullnýta. Þeim er því meinilla við að þurfa að bæta nokkrum vökva við vegna löndunarinnar. Þessu er því til að svara að það bendir ýmislegt til þess að vökvamagnið inni í verksmiðjunni muni alls ekki aukast við þetta, þar sem loðnan kemur miklum mun heillegri úr dælingunni ef dælan hefur nægilega mikið vatn. Ef loðnan er tætt þá lendir hún vökvamegin í vinnslurásinni þó að hún sé „þurr“. Þessi aðferð, þ.e. að hringdæla tiltölulega litlu vatnsmagni með i „þurrdælingu" var notuð á nokkrum stöðum í haust. (Að vísu mun vökvinn yfirleitt ekki hafa verið hirtur að lokinni löndun). Það er samdóma álit að ástand loðnunnar sé allt annað og miklu betra, þegar vatnið er notað og þá skiptir hæðar- munur minna máli og hversu langt þarf að dæla. Hitt kemur mönnum á óvart hversu litlu vatni þarf að bæta í. Að vísu er vatnsnotkunin misjöfn eftir því hversu langt þarf að dæla, en það ætti að vera óþarfi að reikna með meiru en 10-20 tonnum af vatnsviðbót í hverri löndun og þá er sama hversu lengi hún stendur (gætu verið margir bátar). Að sjálfsögðu yrði bannað að nota nokkuð annað vatn eða sjó við löndunina og mér finnst að verksmiðjan ætti að eiga þennan löndunarvökva, til þess að það svaraði kostnaði að hirða hann. Mér segir svo hugur um að löndun á bræðslu- fiski verði innan mjög margra ára öll með þeim hætti, sem ég hef lýst hér að framan, þ.e. „þurr- dæling“ með smávegis vatni í hringrás, nema e.t.v. á meðan hrognasöfnun úr loðnunni stendur yfir. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að hér sé um „hina einu sönnu“, endanlegu lausn að ræða, en tvímælalaust þýðingarmikil endurbót frá fyrri aðferðum. Þeir, sem reikna út „núllpunktinn" við verðákvörðun á bræðslufiski taka sjálfsagt ákvörðun um það hver eigi að eiga dælurnar og landa aflanum, en mér sem frekar vanþróuðum reikningsmanni finnst að það hljóti að vera ódýrara og hagkvæmara fyrir atvinnuveginn í heild að verksmiðjur eigi dælurnar en áhafnir landi og samkvæmt núllpunktskenningunni er það aðeins ódýrasta heildarlausnin, sem hækkar hráefnisverð og bætir afkomu. Efnagreiningar Ég vil þá víkja að sýnatöku og efnagreiningum á bræðsluhráefni. í júlí 1976 hófust sumarloðnuveiðar fyrir Norður- landi í fyrsta skipti fyrir alvöru. Þá ákvað Verð- lagsráð sjávarútvegsins að verð á loðnu veiddri til bræðslu, skyldi ákvarðað skv. fitu- og þurrefnis- innihaldi með töku sýna af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. I upphafi var gert ráð fyrir, að öllum afla yrði landað á Siglufirði, og sendi stofnunin mann þangað, er skyldi annast sýnatöku og fitumælingar þar. Fljótlega var farið að landa á fleiri stöðum, og þegar nýtt loðnuverð tók gildi 1. ágúst, var ákveðið, að fulltrúi veiðiskips og fulltrúi verk- smiðju skyidu annast sýnatöku samkvæmt nánari fyrirmælum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Tillaga að fyrirkomukir/i við löndun: 1. Fiski- dæla, 2. Vatnsskilja. 3. Sigtisfæriband. 4. Vatns- dæla. 5. Tanlcur 30—'t0 m3. 6. Dæla eða dælur. 7. Slöngur, liprar, 1 "—2". 88 — ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.