Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1993, Side 16

Ægir - 01.04.1993, Side 16
Jónas Haraldsson Á 51. Fiskiþingi var félaginu kosin ný stjórn til tveggja ára í samræmi við nýja samþykktir fyrir félagið. Undirritaður formaður stjórnar félagsins mun hér á eftir reyna að gera nokkra grein fyrir því starfi sem unnið hefur verið af hálfu stjórnenda félagsins frá síðasta Fiskiþingi. Á undanförnum misserum hefur því miður hallað undan fæti fyrir fé- laginu og dregið úr þrótti þess. Margar ástæður hafa legið til þess og skulu hér nefndar tvær. Annars vegar tilurð Fiskistofu sem fengið hefur til sín verkefni sem Fiskifélagið annaðist áður. Hins vegar mikill niðurskurður á fjárlögum, mun meiri en aðrir aðil- ar á fjárlögum hafa orðið að sæta. Verður vikið að þessu nánar síðar í skrifum þessum. Nýkjörin stjórn félagsins hefur nú haldið fjóra stjórnarfundi, nokkra framkvæmdaráðsfundi auk funda með starfsmönnum einstakra starfs- deilda félagsins, ásamt sérstaklega kosnum tengiliðum, svokölluðum, sem hafa það hlutverk að vera tengiliðir milli stjórnar og einstakra starfsdeilda. Hefur sú skipan gefið góða raun og ætluð ekki sízt til að vera starfsmönnum félagsins hvati tii frekari dáða. Ráöning fiskimálastjóra Þar sem Þorsteinn Gíslason hafð* ákveðið að láta af störfum um síð- ustu áramót var það eitt fyrsta verk stjórnar að auglýsa stöðu fiskimála' stjóra. Eins og kunnugt er var Bjarni Grímsson ráðinn til starfans og var einhugur innan stjórnar um ráðn- ingu hans. Bjarna bíður mikið starf við að reyna að rífa upp starfsemi fé' lagsins. Samstarfssamningur viö Fiskistofu Fyrir hinni nýju stjórn félagsins la frágenginn húsaleigusamningur við Fiskistofu, þar sem félagið leig11 Fiskistofu u.þ.b. helming húnæðis fé' I Fiskifélaginu sameinast allir fulltrúar sjóvarútvegsins, stórir og smáir. 174 ÆGIR 4. TBL. 1993

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.