Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Síða 10

Ægir - 01.10.1993, Síða 10
„Þeir eru fáir orðnir eftir sem hafa smábátaút- gerð að aðalstarfi í Reykjavík. Kannski svona tuttugu í allt. Við erum sífellt í varnar- stöðu ... Stundum fœr maður á tilfmninguna að það sé vísvitandi ver- ið að gera manni erfið- ara fyrir. Það hvarfar stundum að mér að hœtta þessu, en það er hins vegar ekki gœfdegt í því atvinnuástandi sem nú ríkir. Ætli mað- urþrauki þetta ekki eitt- hvað enn." 97 tonn af þorski á einum sólarhring „Mér er sérstaklega minnistæö ver- tíðin 1965. Þá var besta fiskirí sem ég lenti í á vertíðarbáti. Við sóttum vest- ur undir Ingólfshöfða og það var legið úti eina nótt og ísað um borð. Við vorum með sjö trossur og í eitt skiptið drógum við fimm og skildum tvær eftir sem við höfðum lagt lengra frá, við Hrollaugseyjar. Við lönduðum 64 tonnum um miðnætti, fórum út aftur og drógum hinar tvær við eyjarnar. Við fengum 32 tonn úr þeim og fór- um í land aftur og lönduðum. Þannig lönduðum við 97 tonnum af þorski á einum sólarhring. Og þetta var mjög vænn fiskur. Hins vegar man ég að netin voru öll ónýt þegar við vorum búnir að draga." Ágœtt að vera á síld „Ég fór á síld strax sumarið 1963. Á þeim tíma var hún að verða búin fyrir Norðurlandinu og ég held ég hafi ekki komið nema einu sinni eða tvisvar á Siglufjörð. Síldin hafði fært sig austur fyrir land. Það var ágætt að vera á síld á þessum árum. Skipin voru nú ekki stór og það var ekki mikil harka í veið- unum. Menn voru ekki úti í vondum veðrum. Ef brældi þá var yfirleitt siglt í land. Ég lifði það tímabil þegar kastað var á vaðandi síld. Rétt náði í endann á því. Það var skemmtilegur veiðiskapur. Eftir síldveiðarnar á sumrin var venjulega stoppað um hríð, en síðan var farið á línu þegar líða tók á haustið. Líða tók á haustið og verið á línunni fram í febrúar þegar netin tóku við." Haldiö í Norðursjóinn „Árið 1969 fór ég á nýlegan bát, Gissur hvíta, frá Hornafirði, og á hon- um fór ég fyrstu ferð mína á síld í Norðursjónum um sumarið. Þá var norsk-íslenski síldarstofninn uppur' inn og ég hafði tekið þátt í þeim enda- lokum norður undir Bjarnarey. Fyrsta sumarið í Norðursjónum var oftast landað í Þýskalandi, en síðar í Dan- mörku. Norðursjávarveiðarnar stóöu alveg fram undir 1976 hjá íslensku bátunum. Þetta var langt úthald, eng- in lögbundin frí. Eitt af því fáa já- kvæða við þessar útilegur var veðrið sem oft var mjög gott í Norðursjon- um." Stýrimaður á ísafold frá Hirtshals „Árið 1975 fór ég til Danmerkur. Ég hafði verið stýrimaður á Jóni Finns- syni og einn skipsfélagi minn benti mér á að það vantaði stýrimann á Isa- foldina. Það var mikil eftirspurn eft>r þessu plássi, enda tekjurnar góðar. Viö vorum þrír stýrimennirnir og voruin tvo mánuði um borð og einn mánuð i fríi. Ég var kominn með fjölskyldu þa og fór alltaf heim í frí. Mér þótti þetta gott fyrirkomulag í fyrstu, enda var maður ekki vanur neinum fríum 3 skipunum hérna heima. En óskóp þótti manni mánuðurinn heima vera fljótur að líða." Betra en á íslensku skipunum „Þetta var góður tími. Kaupið var gott og fríin meiri en heima. ísafoldir1 var stórt skip, um 800 tonn, og betur búin en maður átti að venjast aö heiman. Vinnubrögðin á íslensku síld arbátunum í Norðursjó á þessum árum voru þannig, að síldin var öH ísuð í fjörutíu kílóa trékassa. Þetta var gífurleg vinna og aðstaðan um yfirleitt slæm. Á ísafoldinni var borð síld' inni hins vegar dælt í sjókælitanka °g við lönduðum henni yfirleitt sama daginn og hún var veidd. Þetta ge^ mjög hratt fyrir sig. íslensku bátarn*r voru yfirleitt með um tvö þúsuu1 kassa og það tók um sólarhring fra P'1 420 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.