Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1993, Page 13

Ægir - 01.10.1993, Page 13
FORMAÐUR KYSSIR HÁSETA AFLADRAUMAR Draumar um aflasœld Afladraumar voru tíöir og marg- breytilegir á árabátaöld og urðu oft unrræðuefni í verbúðum. Mikl- Uni mun algengari voru þeir, er attu að boða aflasæld, en hinir, Sem táknuðu fáfiski eða jafnvel brenndan sjó. - Hér verða fyrst trndir til draumar, sem boðuðu Sóðan feng úr sjó: Aö dreyma bát sinn velkjast full- an í brimi. Aö dreyma net eða önnur veið- arfæri, grautfúin og ónýt, einnig götótt sjóklæði - að fá kjötgjafir - e'nkum feitt eða hangikjöt - og vúa á sér mikla lús og lofa henni aö vera í friöi. Aö dreyma sig ösla mikinn gróð- Ur 1 fjöru, þang og þara, jafnvel sjó. Aö dreyma sig vera úti, horfa til °fts 0g sjá heiðbjartan hirnin. dreyma formann kyssa há- seta. Aö dreyma sig vera að eta brauð, eitt og nýbakað. Aö dreyma sig handfjalla síða arlokka á konu og t.d. vefja þeim Um höfuö hennar; einkum fyrir nyhrUfeng. Að dreyma mikið brim, því betra Sem Þah gengur hærra á land. Aö dreyma bátinn vera að sökkva undan sér. Að dreyma skeifu er fyrir 100 nskum til hlutar. Aö dreyma sig vera með skeifna- gang er fyrir fjórurn stórum hundr- uöum til hlutar. Að dreyma grjót. Að dreyma mjólk eða mjólkur- mat. Að dreyrna kjötmáltíö og kaffi með brauði; fór aflinn eftir því sem fram var reitt. Að dreyma skip sett að sjó boð- aði afla og að brátt yrði róið. Að dreyma bjarta og fagra öngla. Að dreyma sig vera við moldar- verk. Að dreyma trjáreka er fyrir fisk- reka. Að dreyma mikið naglarusl í bát eða fullan bát af úldnum þara - eða ef draummaður og skipið var atað í slori og saur. Una og Sæmundur þóttu góð nöfn í draumi - boðuðu góðviðri ásamt afla. Fjórtán hundalœri Afladraumar reyndust oft skýrir og ótvíræðir. Jón Þórðarson í Hlíð- arhúsum við Reykjavík segir svo frá: Veturinn 1859 „ætlaði ég þá ver- tíð að liggja við suður í Njarðvík- um fram til sumarmála. Það hafði ég gert undanfarandi vertíðir. Nótt- ina áður en ég ætlaði suður dreym- ir mig, að kunningi minn, Þórður að nafni, kemur til mín. Réttir hann mér kippu af hangnum hundalærum og segir: „Ég ætla aö gefa þér þetta í nestið suður í Njarðvíkurnar." „Hvað eru þessi læri mörg," segi ég. „Þau eru fjórt- án," segir Þórður. Ég þakkaði gjöfina, sem mér í draunrnum þótti besti fengur. En þegar ég sá, hvað þetta var mikið, þótti mér óhóf að hafa það allt með mér suður. Tek ég fimm lærin úr kippunni og bið Þórð að geyma þau, þangað til ég komi að sunnan. „En þá skal ég líka þiggja þau hjá þér, Þórður minn." Næsta dag fór ég suður. Eftir það rak hver stórhríðin aðra með frosti og fannburði, en hvert sinn, er veður dró niður, svo að út fyrir landsteina var róið, var landburður af fiski. Á sumarmálum var ég bú- inn að fá níu hundruð fiska hlut í Njarðvíkum og fór þá heim. En frá sumarmálum til loka fékk ég fimm hundruð fiska hlut." Þurr sjór Slæmir aflaboðar voru nálega óþekktir. Þess má þó geta, að dreyma bát settan á land eða að dreyma miklar fjörur var fyrir „þurrum sjó" - fiskleysi. Úr íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson. Birt með leyfi höfundar og útgef- anda, Máls og menningar. ÆGIR OKTÓBER 1993 4 2 3

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.