Ægir - 01.10.1993, Qupperneq 26
Gísli Svan Einarsson
útgerðarstjóri Fiskiðjunnar-
Skagfirðings hf.: „Allurverð-
ur þessi árangur í askana lát-
inn og það hefur áreiðanlega
aldrei verið þýðingarmeira en
einmitt nú að ná sem mestu
út úr minnkandi afla."
„Raunverulegt
valdaframsal gefar
starfsmanni vald til
þess að vinna það
verk sem hann er
ábyrgur fyrir. Það er
ekki hœgt að
framselja ábyrgð
nema menn séu
tilbúnir að
framselja vald."
Aukiö upplýsingastreymi
er forsenda
„Grundvallarforsenda þess aö auka
gæðin er að auka upplýsingastreymi.
Sem dæmi má taka að ef verkstjórarn-
ir eða framleiðslustjórinn vita ekki ná-
kvæmlega hver samsetning aflans er
þegar togararnir leggjast að bryggju er
ekki hægt að búast við að þeir taki
réttar ákvarðanir um í hvernig pakkn-
ingar eigi að vinna hráefnið. Verkefni
okkar var að sameina alla starfsmenn
fyrirtækisins um eina allsherjar gæða-
hugsun."
Námskeið fyrir áhafnir
togaranna
Einn þáttur í áætluninni um aukin
gæði voru námskeið sem haldin voru
fyrir áhafnir togara fyrirtækisins. Þar
var fiskinum fylgt eftir frá því hann
kom í veiðarfæriö og þar til hann var
kominn á disk neytandans. Einnig
voru teknir fyrir þættir eins og sam-
skipti og samstarf um borð sem ef til
vill má segja að snerti fiskinn aðeins
óbeint.
Á námskeiðunum var farið yfir
meðferð fisks og hvernig best væri
unnt að tryggja gæði hans. Kastljós-
inu var beint að helstu áhættuþáttum,
svo sem aðgerð, þvotti og frágangi 1
kassa. Námskeiðinu var skipt í tvennt
og stóð fyrri hlutinn í tvo daga. I lok
síðari dags var þátttakendum skipt 1
hópa og hópum úthlutaö verkefnum-
Ómetanlegur
gagnabanki
Sjómennirnir fengu um það bil
mánuð til þess að vinna að verkefn-
unum og að honum loknum komu
þeir saman á ný og kynnti hver hópur
niðurstöður sínar. Áhafnirnar unnu
síðan saman við að móta heildarnið-
urstöður. „ÖIl þessi vinna var síðan
tekin saman og fjölrituð," segir Gísli
Svan. „Þetta fjölrit hefur reynst okkur
öllum ómetanlegt og hinn besti
gagnabanki sem hefur varðað leið
okkar til aukinna gæða."
Sjómennirnir ánœgðir
„Sjómennirnir voru mjög ánægðn
með námskeiðið. í fyrstunni töldu
þeir sig ekkert hafa þangað að sækja
og ólíklegt að eitthvað nýtt kæmi þar
fram. Eftir á töldu þeir sig hafa haft
mikið gagn af námskeiðinu og þó að
þeir hefðu gert að fiski í tugi ára þa
hefðu ýmsir þættir komið þeim a
óvart. Eins og sést af niðurstöðum
verkefnanna lögðu þeir mikla vinnu i
þetta og skiluðu mjög merkileguiu
niðurstöðum."
Samráðs- og
upplýsingafundir
Annar þáttur gæðastjórnunarinnai
eru reglulegir samráðs- og upplýsing3'
fundir sem haldnir eru með fulltrúum
hvers togara fyrir sig. Þeir sem sitja
fundina eru skipstjóri, yfirvélstjorn
stýrimaður, trúnaðarmaður áhafnar,
framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og
útgerðarstjóri. Á fundunum er fariö
yfir nýjustu tölur um framlegð, rætt
um það sem vel hefur gengið og þaö
436 ÆGIR OKTÓBER 1993