Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Síða 37

Ægir - 01.10.1993, Síða 37
tæplega 1,5 milljónum tonna á fyrr- greindu tímabili. Afli Japana af Alaskaufsa dróst einnig mikið saman á þessum tíma, eba um rúmlega 700 þúsund tonn. Það er sérstakrar athygli vert að hér er um að ræða þá tvo fisk- stofna sem mestan og stöðugastan afla hafa gefið af sér undanfarinn ára- tug, en meira um það síðar. Hraður samdráttur í fyrrum Sovétríkjum t'yrrum Sovétríki voru árið 1991 í þnðja sæti hvað afla varðar. Afli Sov- étríkjanna þróast á líkan hátt og Jap- ana en samdráttur afla var þó miklu hraðari. Eins og í Japan var afli Sovét- ríkjanna stöðugur um nokkurt árabil á bilinu 10,5-12 milljón tonn. Árið 1990 brá svo við að aflinn dróst sam- an um rúmlega 900 þúsund tonn og aftur 1991 og þá um tæplega 1.200 þúsund tonn. Samdráttur afla Sovét- ríkjanna er því 2,1 milljón tonna á tveimur árum eða jafnmikill og sam- úráttur afla Japana á fjórum árum. Þó afli Sovétríkjanna dragist saman á lík- an hátt og Japana eru ástæður ólíkar. ^tjórnkerfisbreytingar í Sovétríkjun- Ufn hafa haft þau áhrif á úthafsveiðar Þeirra sem spáð var í 6. tbl. Ægis 1990. Þannig var mestur samdráttur afla í úthafsveiðum fyrrum Sovétríkja. Árið I99i nam afii fiskveiðiflota Sov- etríkjanna utan eigin lögsögu 3192 Þúsundum tonna, en hann hefur Sennilega verib um og yfir 5 milljón tonn þegar best lét. Afli helstu teg- unda sem veiðast innan sovéskrar lög- sögu virðist stöðugur að Alaskaufsan- um undanskildum, en afli Sovét- manna af Alaskaufsa hefur dregist Saman eins og annarra. Þar er reyndar um samfelldan aflasamdrátt að ræða í ^ ár. Alls hefur afli þeirra af Alaskaufsa dregist saman um milljón t°nn á þessu tímabili. Tafla 2 Mest veiddu fiskstofnar heims 1989 1990 1991 Alaskaufsi 6.320.902 5.736.109 4.893.493 Su6ur-Ameríkusardína 4.530.393 4.253.718 4.189.889 Ansjósa 5.407.527 3.771.577 4.017.106 Chilemakríll 3.654.628 3.828.452 3.852.928 Japanssardína 5.142.930 4.690.546 3.710.802 Túnfiskur 1.221.592 1.302.173 1.556.732 Silfurkarpi 1.359.695 1.438.871 1.396.124 Atlantshafssíld 1.631.298 1.527.390 1.382.672 Evrópusardína 1.558.305 1.547.799 1.377.802 Atlantshafsþorskur 1.775.567 1.505.891 1.338.833 Karpi 1.059.929 1.191.620 1.270.845 Loðna 897.657 980.877 1.252.374 Makríll 1.685.561 1.329.282 1.178.079 Graskarpi 950.916 1.050.831 1.066.447 Guluggatúnfiskur 965.009 1.058.074 1.011.764 Bítiil 682.241 757.458 805.715 Kyrrahafsostra 784.250 779.582 774.703 Stórhöfðakarpi 653.566 679.405 701.472 Atlantshafsmakríll 591.099 649.325 681.069 Araucanian-síld 583.350 519.583 550.730 ísland niður um þrjú sœti Um aðrar helstu fiskveiðiþjóðir er þab helst að segja að ísland féll niður um þrjú sæti á listanum, eða úr því að vera meb 16. mesta afla allra þjóða heims í 19. sæti. Stafar það fall af rýrri loðnuveiöi hér við land árið 1991. Indverjar og Norðmenn sækja hinsvegar upp listann. í megindráttum eru breytingar síðustu ára á þann veg að þróunarlönd auka afla en afli iðnríkjanna dregst saman. Fyrir 18 árum veiddu flotar þróabra ríkja heimsins tæplega 60% heimsaflans, en árið 1991 var hlutdeild þeirra í heimsaflanum innan við 40%. Mikilvœgustu fiskstofnarnir Á það var bent í 6. tbl. Ægis 1992 að stofnar Alaskaufsa og Japans- sardínu væru farnir að láta á sjá. Þessir tveir fiskstofnar hafa undanfar- inn áratug gefið af sér mestan og stöðugastan afrakstur allra tegunda. Árib 1991 heldur Alaskaufsinn að vísu efsta sæti hvað afla varðar. Afl- inn hefur hinsvegar dregist saman um 1,83 milljónir tonna á fimm árum, eða úr 6,72 milljón tonnum 1987 í 4.89 milljón tonn 1991. Afli af Japanssardínu hefur á sama tíma fallið úr 5,3 milljón tonnum í 3,7 milljón tonn. Ekki leikur nokkur vafi á varðandi Alaskaufsann að allt- of mikil sókn veldur minnkandi afla. í töflu 2 geta lesendur séð þróun afla 20 afrakstursmestu fiskstofna heimsins. Fyrir utan þróun afla Alaskaufsa og Japanssardínu vekur mesta athygli fall afla Atlantshafsþorsks og stöðugur vöxtur afla ým- issa karpategunda. Lesendum Ægis er fullkunnugt um þróun afla Atl- antshafsþorsksins. Stofn sem ábur gaf af sér stöðugan afla í kringum 2 ÆGIR OKTÓBER 1993 447

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.