Ægir - 01.10.1993, Side 38
milljónir tonna hefur hruniö um allt
norðanvert Atlantshaf á síðustu fimm
árum og gefur nú aðeins af sér 1,3
milljónir tonna. Fyrstu merki um við-
reisn stofnsins komu fram í Barents-
hafi árið 1991, en að líkindum verður
heildarafli Atlantshafsþorsks í því lág-
marki sem hann náði árið 1991 a.m.k.
til 1994. Undirritaður þekkir ekki náið
til þeirra fisktegunda sem heyra undir
tegundina „karpar", en svo virðist sem
hér sé um fisktegundir að ræða sem
vinsælar eru í fiskeldi austur í Asíu.
Graskarpi og karpi eru meðal tegunda
sem sýna hvað mesta og stöðugasta
aukningu í afla meðal þeirra tegunda
sem FAO flokkar sem ferskvatnsfiska
sem veiðast í ám og vötnum Asíu.
Þannig hefur t.d. afli af graskarpa í
Asíu aukist um 134% á fimm árum,
eða úr 450 þúsund tonnum í 1.060
þúsund tonn. FAO gerir ekki skýran
greinarmun á eldisfiski og öðrum afla,
en hér er vafalaust um einhverskonar
eldi að ræða.
Það er rétt að bæta því við hér í um-
fjöllun um helstu fisktegundir heims-
ins að nýjar tegundir eru óðum að
skipa sér inn á lista FAO yfir 70 mest
veiddu fisktegundir heimsins. Þar er
um að ræða tegundir sem nú eru aldar
í vaxandi mæli í kvíum og tjörnum.
Mest ber á ýmsum tegundum rækju og
skelfisks. íslendingum þykir vafalaust
forvitnilegt að meðal nýrra tegunda á
listanum er gamalkunnur matfiskur ís-
lendinga, Atlantshafslax. „Veiði" Atl-
antshafslax var 78.446 tonn árið 1987,
en „veiðin" hafði aukist í 227.523
tonn 1991. Önnur tegund sem nú er í
harðri samkeppni við skylda íslenska
tegund, þvert ofan í fyrri spár, er risa-
tígrisrækja sem að mestu kemur frá
eldi austur í Asíu. Af risatígrisrækju
„aflaðist" 127.137 tonn árið 1987, en
„aflinn" var kominn í 213.219 tonn
1991. □
REYTINGUR
REYTINGUR
Liða- og vöðvasjúkdómar tíðir hjá
sœnskum fiskverkakonum
Sænsk rannsókn leiðir í ljós að tíðni liða- og vöðvasjúkdóma
eru þrisvar til fjórum sinnum meiri hjá sænskum fiskverkakonum
en konum í öðrum starfsgreinum. Ástæða þessa er einkum talin
vera einhæfni verkanna og skortur á fjölbreytni í hreyfingu. Efna-
hagsaðgerðir stjórnvalda, sem meðal annars hafa falist í lækkuðum
sjúkralaunum og fækkun veikindadaga, hafa komið illa niður a
láglaunakonum í sænskum sjávarútvegi þar sem margar þeirra búa
við erfiðan fjárhag og hafa ekki efni á að vera frá vinnu vegna
veikinda. .. .
(Yrkesfiskaren)
Fiskur einu sinni í viku
Þó að Dönum þyki að eigin sögn fiskur góður borða fæstir Dan-
ir fisk oftar en einu sinni í viku. Einungis á fjórða hverju dönsku
heimili er fiskur á borðum þrisvar til fjórum sinnum í viku og er
þá „söndagsfrokosten" með síld og snafs meðtalinn. Helstu ástæð-
urnar sem Danir nefna fyrir því að borða ekki fisk eru þessar: Hann
er of dýr, einungis fáar tegundir falla að srnekk neytenda, það eru
of mörg bein í fiskinum, aðrir í fjölskyldunni vilja ekki fisk, það er
of langt til fisksalans. Um það bil 60 af hundraði Dana kaupa fisk-
inn í fiskbúðum, hinir 40 af hundraði kaupa hann í stórmörkuð-
um' (Havfiskeren)
Túristar ógna sjóvarútveginum
Síaukinn ferðamannastraumur til Norður-Noregs á síðustu
árum ógnar nú hagsmunum sjávarútvegs, einkum í Lófóten. Skýr-
ingin er sú að skipa- og ferjusamgöngur eru í síauknum mæh
sniðnar að þörfum ferðamanna. Viðkomustaðir eru valdir meö
hliðsjón af áhuga ferðamannanna. Vegna þessa hefur flutningur a
sjávarafurðum frá sjávarplássum setið á hakanum og hafa frani-
leiðendur lent í hinum mestu erfiðleikum með að koma frá sér
vörunni.
(Fiskaren)
448 ÆGIR OKTÓBER 1993