Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1993, Page 42

Ægir - 01.10.1993, Page 42
Mynd 3 Hugsanlegur tími þörungablóma i sjónum undan suövesturlandi sem leitt gœti til fœðugnóttar þegar þorsklirfur fara aö taka til sín œti 10. 20. 30. 10. apríl apríl apríl maí Gróðurkoma í sjónum Hrygning rauðótu Hómark þorskhrygningar Fœðuöflun þorsklirfa Þorskiirfur úr hámarki þorskhrygningar 30 m dýpi. Efsta lagið er því orðið léttara og eins og sjá má hefur þörungum fjölgað gífurlega (gráa súlan). Hitaskiptalagið virðist síðan með öllu horfið 10. maí og glöggt má sjá að rauðátan hefur ekki náð að nýta sér þörungablómann í lok apríl nema að litlu leyti. Seinna í maí og eins í júní er ástandið hinsvegar allt annað. Yfirborðssjórinn er orðinn hlýr og mikil rauð- áta mælist (svarta súlan), því miður heldur seint. Ætið fyrir nýútklaktar þorsklirfur hefur því verið takmarkað þetta árið, enda reyndist 1981 árgangur þorsks vera lé- legur (139 millj. nýliða). Hvaða afdrifaríki atburður átti sér stað þarna úti á Selvogsbankanum frá 25. apríl til 10. maí? Hvað varð eiginlega af öllum þörungagróðrinum? Séu veðurkort frá þessum tíma skoðuð sést að dag- ana um og fyrir 25. apríl var áberandi háþrýstisvæði yfir íslandi og hafinu umhverfis. Vindur var hægur og sólgeislun að öllum líkindum allmikil. M.ö.o. voru kjörnar aðstæður fyrir fjölgun svifþörunga, hafi sjór á annað borð náð lagskiptingu. Þann 27. apríl kom lægð upp að landinu úr suðvestri með S- og SV-strekk- ingi, en veður hélst síðan rólegt fram yfir mánaðamót- in. Dagana 3. til 6. maí var aftur á móti hvöss A-átt ríkjandi og komst vindur t.a.m. í 11 vindstig á Stór- höfba. Ekki þarf að efa að lægðagangur þessa dagana hefur hrært upp í yfirborði sjávar og er það reyndar niður- staða Þórunnar. Hitaskiptalagið hefur því horfiö, ef til vill að nokkru leyti í kjölfar fyrstu lægðarinnar, og svifib því dreifst um „allan sjó". Beitilönd rauðátunn- ar spilltust og nýútklaktar þorsklirfur áttu því erfitt um vik. 452 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.