Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 15
Nokkur orð um erföarétt 7 5. og 14. gr. var ný skipun gerð á framfærsluskyldu ætt- ingja. Hjónum var skylt að framfæra hvort annað. For- eldri var skylt að framfæra börn sín, kjörbörn og stjúp- börn til 16 ára aldurs, en eftir það því aðeins, að þau væru þess um komin. Samskonar skylda hvíldi á börnum og kjörbömum um framfærslu foreldra sinna. Þessar reglur gilda enn samkvæmt 2.—6. gr. framfærslulaga nr. 80/1947. Um erfðarétt var svo mælt í Jónsbók Kvennagiftingum 7. kap., 13. erfð, að fjórmenningar látins manns skyldu erfa hann, ef eigi voru nánari arfgengir frændur á lífi. Þessi regla gilti, þar til er erfða ákvæði Norsku Laga Kristjáns fimmta frá 1687 voru lögmælt hér á landi með konungsbréfi 17. febr. 1769. Samkvæmt þeim náði erfða- réttur til „forfeðra ins látna og niðja þeirra“ til sjöunda manns frá inum dauða, N. L. 5—2—41 til 44. Eftir því hefðu menn getað erft mann, sem skyldur var þeim að sjötta manni og sjöunda (Sbr. Deuntzer Den danske Arve- ret, Kbh. 1897, bls. 14—16). Ef hjón áttu börn saman, erfði það, er lengur lifði, hitt að jafnmiklum hluta og syni þeirra bar eða hefði borið, ef hann væri til (,.bróðurlóð“), N. L. 5—2—19. Kona erfði jafnan hálft á móts við karl- mann, N. L. 5—2—29. Erfðareglur N. L. voru hér hafðar, þar til er erfðatil- skipun 25. sept. 1850 kom. Þessi tilskpun gilti hér að mestu leyti til 1. júlí 1950. Náði erfðaréttur samkvæmt 8. gr. til- skipunar þessarar til langafa og langömmu og niðja þeirra, eða til ættingja í þriðju hliðarlínu, auðvitað svo, að ná- skyldari útilokuðu fjarskyldari. Eftir fyrirmælum N. L. og tilskpunar 1850 mátti svo fara og fór stundum svo, að arfur slciptist í marga staði milli manna, sem voru mjög fjarskyldir inum látna, og kom þá einatt smáræði í hlut hvers. Ákvæði tilskpunar 1850 um heimild manna til erfða- skrárgerðar komu vitanlega stundum i veg fyrir þessa óheppilegu arfaskiptingu, en stundum hafði inn látni enga erfðaskrá gert, enda vita menn eigi, hve nær andlát þeirra muni að höndum bera, og dauðinn grípur stundum fram fyrir hendur þeirra. Loks hafa sumir haft ótrú á erfða-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.