Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 47
Þjófamark (brennimark) samkvæmt íslcnzkum löyum
20
hafa verið talið, enda má vera, að sú regla hafi verið komin
á áður.
Nærri má geta, að þeir menn, sem brennimerktir höfðu
verið á ennið, hafa átt erfitt uppdráttar um vinnu, því að
þeir báru á sér merki um brot sitt, svo að fáir hafa viljað
hafa þá á heimili sínu. Flakk og stuldir hafa því orðið
hlutskipti þeirra, og þeir hafa margir verið taldir hættu-
legir menn. Sá, sem einu sinni hafði fengið dóm fyrir stór-
þjófnað eða þrisvar fyrir smáþjófnað, hefur verið þessu
hlutskipti ofurseldur, því að hvort tveggja skyldi fá þjófa-
markið á enni sér. Fyrir því var svo boðið í tilsk. 19. nóv.
1751, að alla þá, sem dæma skyldi til hýðingar við staur
og til brennimerkingar, skyldi einnig dæma til ævilangrar
refsivistar. Þetta hefur tekið til þeirra, sem sekir urðu
um fyrsta sinni framinn stórþjófnað og öðru sinni fram-
inn smáþjófnað, þótt ekki væru þeir merktir á enni. Þetta
hefur þó sjálfsagt þótt nokkuð hart að gengið, því að svo
var mælt í konungsbréfi 14. apríl 1759, að ekki mætti full-
nægja dómum um hýðingu við staur og brennimerkingu,
fyrr en fenginn væri úrskurður konungs um það, hvort
dómi skyldi‘fullnægja eða ekki. Mátti þá ákveða hverju
sinni, hvort brennimarka skyldi sökunaut eða ekki. Með
tilskipun 27. apríl 1771 var loks svo mælt, að dauðarafs-
ing fyrir sérstaklega illkynjaðan þjófnað skyldi úr lögum
numin, en að þeir, sem áður skyldu hljóta dauðarefsingu,
skyldu eftirleiðis fá hýðing við staur, brennimark á enni
og ævilanga refsivinnu í járnum. Jafnframt var svo ákveð-
ið, að ekki skyldi brennimerkja þá aðra, sem dæmdir yrðu
til hýðingar við staur og ævilangrar refsivinnu í járnum.
Þessar reglur giltu, þar til er tilskipun 20. febr. 1789
kom í gildi.
Frá þessu tímabili eru nokkrir lögmannsdómar, þar sem
dæmt er brennimark.
Árið 1737, 16. júlí, hafði Bjarni nokkur Jónsson verið
dæmdur á Heggsstöðum í Borgarfjarðarsýslu fyrir fjórða
sinni framinn þjófnað til hýðingar við staur, brennimerk-
ingar og ævilangrar refsivinnu í járnum á Brimarhólmi.