Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 51
bjófamark (brcnnimark) samkvæmí íslenzkum lögum
43
aðar og smáþjófnaðar einnig meginmáli eftir tilsk. 20.
febr. 1789. Sú greining eftir N. L. 6—17—37 var mjög
auðveld. Stuldur á fullorðnum stórgripum og verðmæti, er
nam 20 lóðum silfurs var stórþjófnaður, en annar stuldur
var smáþjófnaður. Nú hafði konungsbréf 24. marz 1786
rýmkað mörkin, með því að samkvæmt því skyldi sauða-
þjófnaður einnig talinn stórþjófnaður. En þótt svo væri,
þá varð líka vafamál, hvort brennimerkja skjddi sökunaut,
ef hann reyndist sekur um slíkan eða annan stórþjófnað
öðru sinni. I 4. gr. tilsk. 20. febr. 1789 var orðið stórþjófn-
aður látinn taka til stulda á „heste eller stort kvæg paa
markerí', til þjófnaðar með innbroti, stulda frá skipbrots-
mönnum„eller . . . andre saadannegrovetyverier, for hvilke
vore forrige love og anordninger fastsætte höjeste tyvs-
straf“. Nú hafði þyngsta þjófnaðarrefsing verið ákveðin
fyrir sauðaþjófnað bæðií haga og úr fjárhúsum, að því und-
anteknu, að brennimarksins var ekki getið. Vafamálið var
þá, hvort brennimerkja skyldi mann fyrir öðru sinni fram-
inn sauðaþjófnað eða fyrir fyrsta sinni framinn stór-
þjófnað og síðan framinn sauðaþjófnað eða andhverft. 1
lögmannsdórhum frá 1789 er spurningunni svarað þannig,
að stuldur ær á þriðjavetur og veturgamalli á er berum
orðum sagður vera smáþjófnaður, andstætt því, er héraðs-
dómendur, sem dæmdu eftir konungsbr. 24. rnarz 1786,
höfðu talið.1) Lögmaður dæmdi eftir tilskipun 20. febr.
1789, sem numið hefði konungsbréfið úr gildi. 1 samræmi
við lögmannsdóm þenna breytti yfirréttur dóminum frá
1783 yfir Óttari Vigfússyni 1790 og dæmdi honum 6 mán-
aða refsivist í íslenzka refsihúsinu fyrir smáþjófnað.1)
Skiptar voru þó skoðanir um þetta, eins og sést á kancellí-
bréfi 24. sept. 1803, þar sem segir, að konungsbréfið 24.
marz 1786 sé enn gildandi á Islandi, með því að það sé sér-
stakt lagaákvæði handa Islandi, sem in almenna tilskipun
20. febr. 1789 hafi ekki fellt úr gildi. Þessa skoðun stað-
festi landsyfirdómur og hæstiréttur síðan. Sauðaþjófnaður
1) Alþingisbók 1789 nr. 19, Acta yfirréttar 1790 nr. I.