Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 56
48
Tímarit lögfræðinga
2. Tíðast mun það vera, að tjón verði á dregna bílnum,
mönnum eða farmi hans eða hvoru tveggja, þegar ein bif-
reið dregur aðra, og án þess, að dráttarbifreið eða menn
eða muni í henni saki. En verða má þó, að hvoratveggja
hagsmunina saki. Þá er Ijóst, að rannsaka verður sök
hvors um sig, stjórnanda dráttarbifreiðar og innar dregnu
bifreiðar, og ástand bifreiðanna beggja, að svo miklu leyti
sem tjónið kann að mega rekja til þessa atriðis. Ef hvorum-
tveggja bifreiðarstjóra má kenna um tjónið, þá mundi því
verða skipt milli beggja aðilja samkvæmt 3. málsgi’. 34. gr.
bifrl.
Ef einungis verður tjón á dregna bílnum, mönnum á
honum eða farmi, þá má vera, að það verði kennt stjórn-
anda dregnu bifreiðarinnar einum. 1 skaðabótamáli sakir
slyssins kann því að verða haldið fram, að stjórnandi
dregnu bifreiðarinnar eigi sjálfur sök á slysi að öllu leyti
eða einhverju. Ef báðir þykja eiga sök, þá má auðvitað
skipta skaða samkvæmt 3. málsgr. 34. gr. bifrl. Ef stjórn-
andi dregnu bifreiðarinnar þykir hafa átt alla sök á slysi,
þá ber auðvitað að sýkna stjórnanda dráttarbifreiðarinnar.
Dómur um eitt slíkt mál er í Hrd. XII. 17. Málavextir voru
þeir, að A hafði tekið að sér drátt á bifreið B austan úr
Grafningi til Reykjavíkur. A var talinn hafa ekið hægt og
varlega alla leiðina og aldrei yfir 20 kílómetra á klukku-
stund. Virðist hann því hafa hlýtt áðurnefndum fyrirmæl-
um bifreiðalagareglugerðar um ökuhraðann. Þegar að
Leirvogsá hjá Laxnesi kom, hægði A ferðina niður í svo
sem 10 kílómetra, en þá vafðist dráttartaugin um vinstra
framhjól á bifreið B. B hvorki hemlaði né gaf merki frá
sér um það, að nokkuð væri orðið að, en bifreið hans fór
út af veginum, þegar aftur stríkkaði á tauginni, með þeim
afleiðingum, að slys vai’ð á mönnum, er í bifreið hans sátu.
B var talinn hafa getað afstýrt slysi, ef hann hefði gefið
A merki, og A var því sýknaður af skaðabótakröfu B.
Ef sök þykir eingöngu eiga að falla á stjórnanda drátt-
arbifreiðar, þá er ljóst, að hann verður skaðabótaskyldur
samkvæmt 3. málsgr. 35. gr. bifi’l. En þá má spyi’ja, hvort