Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 56

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 56
48 Tímarit lögfræðinga 2. Tíðast mun það vera, að tjón verði á dregna bílnum, mönnum eða farmi hans eða hvoru tveggja, þegar ein bif- reið dregur aðra, og án þess, að dráttarbifreið eða menn eða muni í henni saki. En verða má þó, að hvoratveggja hagsmunina saki. Þá er Ijóst, að rannsaka verður sök hvors um sig, stjórnanda dráttarbifreiðar og innar dregnu bifreiðar, og ástand bifreiðanna beggja, að svo miklu leyti sem tjónið kann að mega rekja til þessa atriðis. Ef hvorum- tveggja bifreiðarstjóra má kenna um tjónið, þá mundi því verða skipt milli beggja aðilja samkvæmt 3. málsgi’. 34. gr. bifrl. Ef einungis verður tjón á dregna bílnum, mönnum á honum eða farmi, þá má vera, að það verði kennt stjórn- anda dregnu bifreiðarinnar einum. 1 skaðabótamáli sakir slyssins kann því að verða haldið fram, að stjórnandi dregnu bifreiðarinnar eigi sjálfur sök á slysi að öllu leyti eða einhverju. Ef báðir þykja eiga sök, þá má auðvitað skipta skaða samkvæmt 3. málsgr. 34. gr. bifrl. Ef stjórn- andi dregnu bifreiðarinnar þykir hafa átt alla sök á slysi, þá ber auðvitað að sýkna stjórnanda dráttarbifreiðarinnar. Dómur um eitt slíkt mál er í Hrd. XII. 17. Málavextir voru þeir, að A hafði tekið að sér drátt á bifreið B austan úr Grafningi til Reykjavíkur. A var talinn hafa ekið hægt og varlega alla leiðina og aldrei yfir 20 kílómetra á klukku- stund. Virðist hann því hafa hlýtt áðurnefndum fyrirmæl- um bifreiðalagareglugerðar um ökuhraðann. Þegar að Leirvogsá hjá Laxnesi kom, hægði A ferðina niður í svo sem 10 kílómetra, en þá vafðist dráttartaugin um vinstra framhjól á bifreið B. B hvorki hemlaði né gaf merki frá sér um það, að nokkuð væri orðið að, en bifreið hans fór út af veginum, þegar aftur stríkkaði á tauginni, með þeim afleiðingum, að slys vai’ð á mönnum, er í bifreið hans sátu. B var talinn hafa getað afstýrt slysi, ef hann hefði gefið A merki, og A var því sýknaður af skaðabótakröfu B. Ef sök þykir eingöngu eiga að falla á stjórnanda drátt- arbifreiðar, þá er ljóst, að hann verður skaðabótaskyldur samkvæmt 3. málsgr. 35. gr. bifi’l. En þá má spyi’ja, hvort
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.