Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 57
SkaSabótaábyrgS í sambandi viB bif reiBardrátt 49 hann verði skaðabótaskyldur eftir sérreglu 1. málsgr. 34. gr. bifrl. (áður 2. málsgr. 15. gr. bifrl. 1931) eða eftir almennu skaðabótareglunni. Þetta skiptir máli um sönn- unaratriði málsins. Er skaðabætur fara eftir almennu skaðabótareglunni, þá verður bótakrefjandi venjulega að sanna þær staðreyndir, sem hann reisir kröfu sína á, eins og kunnugt er. En eftir sérreglu 1. málsgr. 34. gr. bif- reiðarl. er sönnunarbyrðinni skipt. Bótakrefjandi verður að sanna, að slys hafi orðið og tjón af því og bótahæð. En hinn, sem samkvæmt bifreiðalögum ber ábyrgð á tjóninu, skal bæta það, nema hann sanni, aö slysi eða tjóni hefði ekki orðið afstýrt, þótt bifreið hefði verið í fullu lagi og ökumaður hefði sýnt fulla aðgæzlu og varkárni. Ef þetta hvort tveggja þykir ekki fullsannað, þá er stjórnandi bif- reiðar dæmdur til bótagreiðslu. 1 áðurnefndum hæstaréttardómi (Hrd. XII. 17) segir berum orðum, að sönnunarregla 2. málsgr. bifrl. 70/1931 (nú l.málsgr. 34.gr. bifrl. 23/1941) eigiekkivið áðurnefnda skaðabótakröfu sakir slyssins við Leirvogsá. Ef hún hefði verið talin eiga við þessa kröfu, þá má vera, að stjórnandi dráttarbílsins hefði verið dæmdur til bótagreiðslu, með því að hann hefði ekki sannað, að slysið eða tjónið hefði hlotið að verða, þótt bifreið hans væri í lagi og full varkárni hefði verið sýnd í akstri hennar. I stað þess er sönnunarbyrðin um þessi atriði lögð á bótakrefjanda, sem ekki þótti hafa sannað galla á dráttarbíl né óvarkárni af hálfu stjórnanda hans. Spyrja má nú, hvers vegna hæstiréttur taldi sérreglu 2. málsgr. 15. gr. bifrl. 1931 ekki eiga við í áðurnefndu máli. Samkvæmt 3. málsgr. 15. gr. bifrl. 1931 (2. málsgr. 34. gr. bifrl. 1941) gildir téð sönnunarregla eigi um slys eða tjón á fólki eða varningi, sem bifreið flytur, nema bif- reiðin sé almenningi til nota fyrir borgun. Að vísu sést eigi í dómum máls þessa, hvort um nokkra borgun fyrir dráttinn hafi verið samið eða ekki. En þetta skiptir naum- ast mál in concreto, með því að dráttarbifreiðin hefur eflaust ekki verið ætluð til almenningsnota til dráttar bil- aðra bifreiða eða bifreiða, sem hlekkzt hefur á með ein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.