Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 5
Lundi (1949), heiðursfélagi í Jurdiska Föreningen í
Finnlandi og Suomalainen Lakimieshdistys, og kjörinn
félagi í Det norske Videnskaps Akademi í Oslo, í Kungliga
humanistiska Vetenskapssamfundet í Lundi og í Kung-
liga svenska Vetenskapsakademien.
Kröfurétturinn varð kennslugrein og verkefni Ussings,
og tók hann þar við af Juliusi Lassen. Það mun hafa ver-
ið allra manna mál, að á fárra manna færi væri að setjast
HENRY USSING.
í sæti Lassens og sitja það svo að jafnast væri á við fyrir-
rennarann. En það mun einnig allra manna mál, að þetta
hafi Ussing tekist og það með mikilli prýði, og það er
danskri og enda allri norrænni lögfræði mikið happ, að
hafa átt slíka skörunga einmitt á sviði kröfuréttarins,
þeirrar greinar lögfræðinnar, sem einna mest varðar sam-
skipti mannanna og þar sem meira verður að byggja á
opinio doctorum en á flestum öðrum sviðum lögfræðinnar.
Lassen var hinn mikli brautryðjandi á sviði kröfuréttar-
ins, og Ussing hélt starfi hans dyggilega áfram. Það var
sameiginlegt þeim báðum, hversu mjög þeir byggðu niður-
67