Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 19
reglan er líklegri til árangurs í því einstaka falli, þ. e.
hvor stuðlar betur að því, að markmiði févítis — að knýja
fram efndir tiltekinnar skyldu — verði náð. Til þess er
síðari kosturinn líklegri. Skylduþegni verður það aukin
hvöt til fullnustu skyldu, ef hann veit, að með því muni
hann leysa sig undan áföllnu févíti.
1 þeim lagaákvæðum, sem fjalla um févíti samkvæmt
yfirvalds ákvörðun, er ekki leyst úr þeirri spurningu, sem
hér er um að ræða.1) Sú spurning hefur þó komið til kasta
dómstóla, sbr. Hrd. XIV bls. 339. I því dómsmáli voru
málsatvik þau, að hinn 7. október 1942 skipaði húsaleigu-
nefnd Reykjavíkur tilgreindum aðila að viðlögðum 100
króna dagsektum að breyta ákveðnu húsnæði úr teikni-
stofum og skrifstofum í íbúðir, sbr. 3. gr. brb. 1. 126/1941
um viðauka við og breyting á húsaleigul. 106/1941. Dag-
sektir skyldu falla á að þrem dögum liðnum frá birtingu
úrskurðarins, en úrskurðurinn var birtur á skrifstofu hús-
eiganda næsta dag, þ. e. 8. okt. Bar því að reikna dag-
sektir frá og með 12. þess mánaðar, ef húsnæðinu yrði ekki
breytt í hið fyrirskipaða horf. Húsnæði þessu var að fullu
breytt í einkaíbúð 18. jan. 1943. Hinn 5. febrúar 1943
var í fógetadómi tekin til úrskurðar krafa húsaleigunefnd-
ar um fjárnám á hendur húseiganda fyrir dagsektum
fram til 31. desember 1942 að fjárhæð 8100 kr. Fógeti
féllst á kröfu húsaleigunefndar og leyfði framgang hinn-
ar umbeðnu gerðar. Hæstiréttur komst að gagnstæðri nið-
urstöðu. I dómi hæstaréttar segir svo: „Telja verður það
meginreglu í íslenzkri löggjöf, að ákvæði dóms eða úr-
skurðar um dagsektir á hendur aðila verði ekki fullnægt,
hvorki með aðför né afplánun, ef því er að skipta, eftir
að hann hefur gegnt þeirri skyldu, sem knýja átti hann
til með dagsektum, sbr. 2. mgr. 193. gr. laga nr. 85/1936
og áður 4. gr. laga nr. 13/1925“. Samkvæmt þessu felldi
1) Sbr. hins vegar 2. mgr. 193. gr. eml., en þar er mælt svo fyrir, að
dæmdar dag- og vikusektir skuli falla nið»r jafnskjót.t sem dæmdur full-
nægir dómi.
6
81