Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 52
aði um greiðslu og taldi að gjöld þessi væru innifalin í
nefndri umsjónarþóknun.
Fram kom í málinu samþykkt Múrarameistarafélags
Reykjavíkur, þar sem ákveðið var, að ef félagsmenn tækju
að sér ráðningu múrsmiða eða verkamanna við húsbygg-
ingar, þá bæri byggjanda að greiða þeim ákveðinn hundr-
aðshluta af vinnulaunum, auk orlofsfjár, slysatryggingar-
gjalds, slysadaga og söluskatts. Þá kom einnig fram, að
reglu þessari hafði verið almennt beitt. Með vísan til þessa
var talið, að umdeilt slysatryggingargjald væri ekki falið
í umsjónarþóknun og I. því gert að greiða það sérstaklega.
(Dómur B.þ.R., 26/9 1951).
Sameign. — Hitakostnaður.
Fjórir menn áttu hús í sameign, og bjó hver í sinni íbúð.
Sameiginlegt miðstöðvarkerfi var fyrir allt húsið. Á árinu
1951 tilkynnti einn sameigendanna H, meðeigendum sín-
um, að hann tæki ekki þátt í hitakostnaði mánuðina júní—
ágúst það ár og myndi loka fyrir miðstöðvarofna í íbúð
sinni. Taldi H. sig hafa gert þetta og bauð sameigendum
sínum að sannfæra sig um að ofnar væru lokaðir. Einn
þeirra skoðaði ofnana nokkrum sinnum og kveður þá alla
hafa verið lokaða nema einn, sem ekki var unnt að loka.
Þá var heitt vatn frá miðstöðvarkerfinu í eldhúsi og bað-
herbergi H.
Sameigendur kröfðu síðan H. um hitakostnað fyrir nefnt
tímabil eftir sömu reglum og ætíð hafði verið beitt um við-
skipti þeirra að þessu leyti. H. neitaði greiðslu, þar sem
hann hefði ekki notað neinn hita. frá miðstöðvarkerfi húss-
ins.
H. var talið skylt að greiða hitakostnaðinn, enda ljóst, að
hann hafði einhvers hita notið frá miðstöðvarkerfi hússins.
(Dómur B.þ.R. 11/10 1952).
Sameign. — Skyldur sameigenda.
Á árunum 1946 og 1947 byggðu þeir S., H. og Á. saman
hús eitt. Er hússmíði var að fullu lokið, gerðu þeir með sér
114