Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 36
og verður fjöldi gjaldenda á ári hverju útsvarslaus eða
allt að því útsvarslaus af þessari ástæðu. Náskylt þessu er
aldur gjaldenda, þó að ekki sé um heilsubrest að ræða, og
eru útsvör margoft færð niður af þeirri ástæðu. Falli gjald-
andi frá og láti eftir sig ekkju, ásamt ómegð eða án, er út-
svar mjög oft fellt niður, enda þótt hinn látni hafi haft háar
útsvarsskyldar tekjur á því ári, sem hann lézt eða hinu
næsta á undan. Slys og alls konar svipuð óhöpp eru tekin
til greina til útsvarslækkunar á líkan hátt og heilsubrestur.
Um sérstakan uppeldiskostnað eða menningarkostnað
barna, sem framfærandi hefur, eru sjaldnast upplýs-
ingar í framtölum og hefur því niðurfærsla útsvara af
þessum ástæðum verið meir af handahófi en ella mundi.
Annars hefur þetta atriði m. a. verið haft í huga við
ákvörðun persónufrádráttar, sem hefur farið hækkandi og
nú síðast, áður en álagning útsvara í ár fór fram. Hins
vegar hefur nemendum, sem eru sjálfstæðir framteljendur,
en hafa tekjur, verið veittur ríflegur frádráttur tekna
eða útsvar, eftir atvikum, fellt niður.
Alls konar breytingar á högum manna geta skipt máli,
svo sem skyndileg tekjulækkun vegna stöðumissis eða
breytingar á atvinnu, og er þá oft ekki lagt fullt á tekjur
þess árs, sem gjaldandinn hafði hinar betri aðstæður, ef
hann getur þess, að tekjulækkun verði á komandi gjaldári.
Þá er það ótalið, að við síðustu niðurjöfnun útsvara voru
tekin til greina við ákvörðun útsvarsskyldra tekna öll þau
atriði, sem lögð eru til grundvallar við álagningu tekju-
og eignaskatts skv. lögum nr. 6, 9. jan. 1935 um tekju-
skatt og eignaskatt og nr. 41, 14. apríl 1954 um breytingu
á þeim lögum sbr. 6., 7. og 10. gr. þeirra laga. Er þarna
um að ræða fjölmörg atriði svo sem fæðis- og hlífðarfata-
kostnað sjómanna, ferðakostnað vegna atvinnu, frádrátt
vegna heimilisaðstoðar, kostnað við stofnun heimilis, brott-
felling helmings björgunarlauna og frádrátt vegna hárr-
ar húsaleigu. Þess má þó geta, að flest þessara atriða
höfðu að einhverju leyti verið tekin til greina við álagn-
ingu útsvara, áður en lög nr. 41/1954 komu til sögunnar,
98