Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 36
og verður fjöldi gjaldenda á ári hverju útsvarslaus eða allt að því útsvarslaus af þessari ástæðu. Náskylt þessu er aldur gjaldenda, þó að ekki sé um heilsubrest að ræða, og eru útsvör margoft færð niður af þeirri ástæðu. Falli gjald- andi frá og láti eftir sig ekkju, ásamt ómegð eða án, er út- svar mjög oft fellt niður, enda þótt hinn látni hafi haft háar útsvarsskyldar tekjur á því ári, sem hann lézt eða hinu næsta á undan. Slys og alls konar svipuð óhöpp eru tekin til greina til útsvarslækkunar á líkan hátt og heilsubrestur. Um sérstakan uppeldiskostnað eða menningarkostnað barna, sem framfærandi hefur, eru sjaldnast upplýs- ingar í framtölum og hefur því niðurfærsla útsvara af þessum ástæðum verið meir af handahófi en ella mundi. Annars hefur þetta atriði m. a. verið haft í huga við ákvörðun persónufrádráttar, sem hefur farið hækkandi og nú síðast, áður en álagning útsvara í ár fór fram. Hins vegar hefur nemendum, sem eru sjálfstæðir framteljendur, en hafa tekjur, verið veittur ríflegur frádráttur tekna eða útsvar, eftir atvikum, fellt niður. Alls konar breytingar á högum manna geta skipt máli, svo sem skyndileg tekjulækkun vegna stöðumissis eða breytingar á atvinnu, og er þá oft ekki lagt fullt á tekjur þess árs, sem gjaldandinn hafði hinar betri aðstæður, ef hann getur þess, að tekjulækkun verði á komandi gjaldári. Þá er það ótalið, að við síðustu niðurjöfnun útsvara voru tekin til greina við ákvörðun útsvarsskyldra tekna öll þau atriði, sem lögð eru til grundvallar við álagningu tekju- og eignaskatts skv. lögum nr. 6, 9. jan. 1935 um tekju- skatt og eignaskatt og nr. 41, 14. apríl 1954 um breytingu á þeim lögum sbr. 6., 7. og 10. gr. þeirra laga. Er þarna um að ræða fjölmörg atriði svo sem fæðis- og hlífðarfata- kostnað sjómanna, ferðakostnað vegna atvinnu, frádrátt vegna heimilisaðstoðar, kostnað við stofnun heimilis, brott- felling helmings björgunarlauna og frádrátt vegna hárr- ar húsaleigu. Þess má þó geta, að flest þessara atriða höfðu að einhverju leyti verið tekin til greina við álagn- ingu útsvara, áður en lög nr. 41/1954 komu til sögunnar, 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.