Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 37
eftir því sem heimildir lágu fyrir í framtölum eða vitneskja fékkst um á annan hátt. Má búast við, að heimildir um þessi atriði verði fullkomnari eftirleiðis, úr því lögfest hefur verið, að þau skipti máli við ákvörðun tekju- og eignaskatts. Ákvæði 6. gr., e. liðs, um aukavinnu við byggingu eigin íbúðar hafði verið tekið til greina, eftir því sem heimildir lágu fyrir, áður en lög voru sett um það atriði, en ákvæði 1. gr. laga nr. 48/1954, sbr. 10. gr. 1. nr. 41/1954 um skatt- og útsvarsfrelsi sparifjár eru nýmæli. Af atriðum, sem sérstaklega koma til greina til hækk- unar útsvari, ber mest á þeirri álagningu á einstaklinga og fyrirtæki, sem miðuð er við umsetningu þeirra og nefnt er veltuútsvar. Eru þau einn þáttur í viðmiðunarreglum niðurjöfnunarnefnda við mat þeirra á útsvörum. Slík veltu- útsvör munu vera jafngömul útsvarsálagningu eftir efnum og ástæðum, þannig að ætíð hefur verið litið á, hversu rekstur væri umfangsmikill, þó að sjálft álagningarformið hafi tekið breytingum og sé nú í fastara horfi en tíðkaðist fyrrum. Er hér um að ræða tiltekinn hundraðshluta, sem lagður er á veltu en er mismunandi eftir tegund starf- seminnar. Þetta fyrirkomulag hefur verið tekið upp, með því að þótt hefur rétt að taka þannig tillit til þess aðstöðu- munar, sem gætir hjá almennum einstaklingum annars vegar og fyrirtækjum eða einstaklingum hins vegar, sem hafa með höndum einn eða annan sjálfstæðan rekstur eða starfsemi. öll bæjarfélög á landinu hafa fyrir löngu tekið upp álagningu veltuútsvara eftir föstum reglum, en þau munu þó vera nokkuð mismunandi hjá hinum eiristöku bæjarfélögum. Hin svo nefndu veltuútsvör eru, eins og nú standa sakir, mjög verulegur liður í útsvarsálagningu bæjarfélaganna. Eins og tekið var fram í upphafi, er hér aðeins getið nokkurra atriða, sem koma til greina við mat á „efnum og ástæðum", enda er rækileg upptalning þess ekki mögu- leg í stuttri tímaritsgrein. Þá er þess að geta, hvernig unnið er úr heimildum um 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.