Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 14
refsingu. En sú grundvallarregla er löngu viðurkennd í refsiréttinum, eins og kunnugt er, að löggjafinn kveði á um refsiramma. En jafnvel þótt viðurkennt sé, að greina beri á milli refsingar og févítis þess, sem hér er um að ræða, getur samt fljótt á litið virzt varhugavert að veita yfirvöldum óskorað vald til að ákveða upphæð dagsektar. Á hinn bóginn er ljóst, að með ákvæðum um upphæð dagsektar, getur löggjafinn sniðið þessu þvingunarráði svo þröngan stakk, að það verði miklu áhrifaminna en ella, eða geti jafnvel alls ekki haft tilætluð áhrif. Vegna breytinga á verðgildi peninga geta slík ákvæði einnig orð- ið algerlega úrelt. Það er t. d. augljóst mál, að nú á tímum er harla þýðingarlítið að beita dagsekt að upphæð 1 kr. til 5 kr. á dag, sbr. 1. 29/1895 § 8, eða dagsekt allt að 10 kr. á dag, sbr. 1. 57/ 1921 § 17, eða dagsekt að upphæð 2 kr. til 10 kr. á dag, sbr. 1. nr. 12/1922 § 5. Slík dæmi má einnig nefna úr nýrri lögum, sbr. 1. 34/1946 § 7,1. 48/1946 § 14 og 1. 29/1947 § 52, en í öllum þessum tilvikum getur yfirvald ákveðið dagsektir, er mega nema 5 kr. til 10 kr. á dag. Þvílíkar dagsektir eru yfirleitt ekki líklegar til að bera árangur skjótlega.1) Þegar betur er að gáð, verður og ekki séð, að réttaröryggi einstaklinga sé stefnt í telj- andi hættu, þótt yfirvöld hafi óbundnar hendur um ákvörð- un upphæðar dagsektar. Heimildin til að beita févíti verð- ur að eiga lagastoð eins og áður er sagt. Févíti má ein- ungis beita til að knýja fram efndir á lögmætri skyldu. Skylduþegni er í sjálfsvald sett, hvort hann lætur koma til innheimtu dagsekta eða ekki. Fullnægi hann skyldu sinni að lögum, er hann laus allra mála. Telji skylduþegn rétti 1) Hér má minna á reynslu í sambandi við notkun dagsekta í sambandi við húsaleigulög. í aths. við 2. mgr. 4. gr. frumvarps til húsaleigul. nr. 39/1943 segir svo: „Fyrri setning 2. málsgr. er samhljóða 3. gr. nr. 106/1941, nema hvað hámark dagsekta er ákveðið hærra en þar, en eftir reynslu, sem fengizt hefur í þessu efni i Reykjavík, verður slíkt að teljast nauðsyn- legt“, sbr. Alþt. 1942 A deild, þingskj 219. Hánmrk dagsektar samkv. 2. mgr. 4. gr. frumv. var 200 kr., en hámark dagsektar samkvæmt 3. gr. 1. 106/1941 var 100 kr. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.