Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 21
févítishótunin er sérstök og einstaklingsleg — byggist á yfirvaldsboði, sem beint er að ákveðnum aðila. Refsiregla felur oftast í sér bann við tilteknum athöfnum. Hins veg- ar er févítishótuninni, eins og áður er sagt, ætlað að knýja aðila til tiltekinna athafna, þótt eðli málsins samkvæmt sé síður en svo útilokað að knýja menn til að láta vera að vinna eitthvert verk að viðlögðu févíti. Beri févítishót- un ekki árangur, kemur til innheimtu eða afplánunar fé- vítis. Þær aðgerðir byggjast ætíð á raunverulegu réttar- broti. Má segja, að þá sé farið að nálgast refsingu. Eins og áður segir, fellur áfallið en óinnheimt févíti niður, þótt skyldu sé ekki gegnt innan þess frests, sem tilskilinn er í yfirvaldsúrskurði, heldur einhverntíma síðar. Hafi refsi- vert brot verið framið, er að vísu heimilt að láta hegningu niður falla samkvæmt 74. gr. alm. hegnl., ef sá, sem verk vann, hefur af sjálfsdáðum, eftir að það var fullframið, afstýrt hættu þeirri, sem það hafði í för með sér, eða bætt að fullu það tjón, sem af verkinu leiddi o. s. frv., en það breytir eigi því, að refsivert brot hefur verið framið.1) Þegar refsiverður verknaður hefur verið framinn, er það dómstólum að jafnaði ekki í sjálfsvald sett, hvort þeir dæma til refsingar eða ekki. Þeim ber venjulega að dæma til hegningar, ef saknæmis skilyrði eru fyrir hendi. Þessu er á annan veg farið með févíti, sem yfirvöld tiltaka. Eins og flest lagaboð um það efni bera ótvírætt með sér, er það algerlega á valdi viðkomandi yfirvalds, hvort það grípur til févítis eða ekki.2) Hitt er annað mál, að svo getur staðið á, að það séu sjálfsögð vinnubrögð hjá yfir- valdi að grípa til févítis, þegar óhlýðni eða vanræksla hef- ur átt sér stað, ekki er kostur annarra þvingunarráða, og álíta má, að févíti geti borið árangur. 1 nokkrum laga- 1) Sjá 24. gr. alm. hegnl. viðvíkjandi afturhvarfi frá tilraun. 2) Sbr. orðalag lagaákvæðanna, t. d. ,,má þröngva" („þvinga, knýja“), 1. 29/1895 § 8, 1. 12/1922 § 5, 1. 53/1935 § 8, 2. mgr., 1. 63/193T'r'39, 1. 37/1948 § 52, „getur atvinnumálaráðherra" („sýslumaður", fjármálaráð- herra“, „fjármálaráðuneytið"), 1. 77/1921 § 52, 30. gr, sveitarstjórnarl., 51. og 52. gr. skattal., „ráðherra er heimilt", 1. 50/1941 § 11 o. s. frv. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.