Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 29
Einar Ásmundsson, hæstaréttarlögmaður: Nokkur orð um „efni og ástæður“ í merkingu útsvarslaganna. Utsvör hafa lengi verið þýðingarmikill gjaldaliður margra einstaklinga og fyrirtækja á landi hér, og sú regla, að þetta gjald skuli leggja á eftir „efnum og ástæðum", er nú orðin nokkuð gömul. Á allra síðustu tímum hafa tals- verðar umræður orðið um þessa álagningarreglu, og munu ýmsir vilja hana feiga. Þegar þetta er ritað er starfandi milliþinganefnd í skattamálum, en ekki er neitt vitað um það enn, hvort hún muni hreyfa við reglunni um „efni og ástæður“ eða láta hana standa. En þær hræringar, sem nú eru uppi í þessu efni, gefa átyllu til að rifja ýmislegt upp í sambandi við „efni og ástæður" í merkingu útsvars- laganna og athuga, hvað þessi regla felur í sér, í þeirri mynd, sem hún er nú. I. Þegar á reynir um skilning á tilteknu lagaboði, er oft til mikillar leiðbeiningar að athuga upphaf þess og síð- ari þróun. Hér verður því stuttlega rakin saga þessarai reglu, og er þá miðað við þá löggjöf, sem sett hefur verið um útsvör í Reykjavík, enda fæst þá einna skýrust mynd. Það er talið upphaf útsvara í Reykjavík, að leitað var, af yfirvalda hálfu, til bæjarbúa um samskot til þarfa bæj- arins. Þær tekjur, sem að lögum voru lagðar til Reykja- víkur, hrukku ekki fyrir gjöldum, enda var lélega að bæn- um búið um tekjur á fyrstu áratugunum, eftir að hann fékk kaupstaðarréttindi með tilskipun frá 18. ágúst 1786. Bæj- arfógetinn birti á hverju hausti áskorun til íbúa kaup- staðarins um að styrkja hann með fjárframlögum, og lögðu menn þá á sig sjálfir það tillag, sem hverjum fannst hæfa. Klemens Jónsson segir í sögu Reykjavíkur I, bls. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.