Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 29
Einar Ásmundsson, hæstaréttarlögmaður:
Nokkur orð um „efni og ástæður“
í merkingu útsvarslaganna.
Utsvör hafa lengi verið þýðingarmikill gjaldaliður
margra einstaklinga og fyrirtækja á landi hér, og sú regla,
að þetta gjald skuli leggja á eftir „efnum og ástæðum",
er nú orðin nokkuð gömul. Á allra síðustu tímum hafa tals-
verðar umræður orðið um þessa álagningarreglu, og munu
ýmsir vilja hana feiga. Þegar þetta er ritað er starfandi
milliþinganefnd í skattamálum, en ekki er neitt vitað um
það enn, hvort hún muni hreyfa við reglunni um „efni og
ástæður“ eða láta hana standa. En þær hræringar, sem
nú eru uppi í þessu efni, gefa átyllu til að rifja ýmislegt
upp í sambandi við „efni og ástæður" í merkingu útsvars-
laganna og athuga, hvað þessi regla felur í sér, í þeirri
mynd, sem hún er nú.
I.
Þegar á reynir um skilning á tilteknu lagaboði, er oft
til mikillar leiðbeiningar að athuga upphaf þess og síð-
ari þróun. Hér verður því stuttlega rakin saga þessarai
reglu, og er þá miðað við þá löggjöf, sem sett hefur verið
um útsvör í Reykjavík, enda fæst þá einna skýrust mynd.
Það er talið upphaf útsvara í Reykjavík, að leitað var,
af yfirvalda hálfu, til bæjarbúa um samskot til þarfa bæj-
arins. Þær tekjur, sem að lögum voru lagðar til Reykja-
víkur, hrukku ekki fyrir gjöldum, enda var lélega að bæn-
um búið um tekjur á fyrstu áratugunum, eftir að hann fékk
kaupstaðarréttindi með tilskipun frá 18. ágúst 1786. Bæj-
arfógetinn birti á hverju hausti áskorun til íbúa kaup-
staðarins um að styrkja hann með fjárframlögum, og lögðu
menn þá á sig sjálfir það tillag, sem hverjum fannst
hæfa. Klemens Jónsson segir í sögu Reykjavíkur I, bls.
91