Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 13
hvort heldur er dagsekt eða vikusekt. 1 38. gr. sveitar-
stjórnarl. er talað um þvingunarsektir án nánari skýring-
ar. 1 öllum öðrum tilvikum er, eins og áður var sagt, fé-
víti samkvæmt yfirvalds ákvörðun fólgið í dagsektum.
Upphæð dagsektar fer eftir ákvörðun yfirvalds hverju
sinni. 1 flestum lagaákvæðum er þó kveðið á um hámark
hennar og lágmark. Yfirvaldið getur þá ákveðið upphæð-
ina innan hins tilgreinda hámarks og lágmarks. Svigrúm
það, sem yfirvöldunum er þannig ætlað, er mjög breyti-
legt, svo sem frá 1 kr. til 5 kr. á dag, 1. 29/1895 § 8, 2 kr.
til 10 kr. á dag, 1. 12/1922 § 5,20 kr. til 100 kr. á dag, 1.
53/1935 § 8,300 kr. til 500 kr. á dag, 1. 67/1952 § 6 o. s. frv.
I sumum tilvikum eru einungis fyrirmæli um hámark
dagsektar, sbr. t. d. 1. 61/1931 § 16 (dagsekt allt að 50
kr.) 1. 47/1932 § 14 (dagsekt allt að 5 kr.), 1. 63/1937 §
39 (dagsekt allt að 60 kr.), 1. 111/1941 § 5 (dagsekt allt að
20 kr.) og 1. 28/1952 § 5 (dagsekt allt að 500 kr.).
1 fáeinum lagaákvæðum er dagsekt heimiluð án þess
að nokkur fyrirmæli séu um upphæð hennar, sbr. 6 mgr.
6. gr. 1. 13/ 1905, um rithöfundarétt og prentrétt, 2. mgr.
13. gr. 1. 30/1921, um erfðaf járskatt, 30. og 38. gr. sveitar-
stjórnarl. 47, 51. og 52. gr. skattal., 18. gr. útsvarsl. og 52.
gr. 1. 37/1948, um brunavarnir. 1 þeim tilfellum hefur yfir-
valdið algerlega frjálsar hendur um ákvörðun upphæðar
dagsektar, og getur hagað henni eftir atvikum hverju
sinni. En auðsætt er, að sama dagsektarupphæð getur eigi
haft jafnmikil þvingunaráhrif gagnvart hverjum sem er.
Ólíkar efnahagsástæður geta valdið því, að það févíti, sem
einum er tilfinnanlegt, sé öðrum léttbært. Ef févítishótun
á almennt að bera árangur, þarf því upphæð févítis að vera
breytileg eftir aðstæðum. Spurning er, hvort yfirvöldum er
gefið nægilegt svigrúm í því efni.
Lagaákvæði um févíti samkvæmt yfirvalds ákvörðun
bera ótvírætt vitni ófýsi löggjafans til þess að gefa yfir-
völdum alveg frjálsar hendur um ákvörðun upphæðar dag-
sektar. Sú tregða löggjafans á sennilega rætur að rekja
til þess, að menn hafa gjarnan sett févíti á bekk með
75