Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 42
Þing norrænna lagamanna. Síðastliðið vor bauð stjórn hinnar norsku deildar nor- ræna lagamannasambandsins til 20. þings þess. Boðið var birt í fjórða hefti f. árg. þessa rits og þingið haldið í Oslo 23., 24. og 25. ágúst s.l. Frumkvæðið að lagamannaþingunum áttu Svíar. En fyrsta þingið var háð í Kaupmannahöfn 1872, með þátt- töku Dana, Norðmanna og Svía. Þegar Island og Finnland fengu viðurkennt sjálfstæði sitt bættust þau í hópinn, sem fullgildir aðilar, en áður höfðu Finnar þó tekið einhvern þátt í þingunum. Samkvæmt reglum um þingin er ætlazt til þess, að þing sé haldið þriðja hvert ár og til skiptis í höfuðborgum þátt- tökuríkjanna. Nokkur misbrestur hefur þó orðið á þessu. Ellefta þingið átti að halda 1905, en því var aflýst vegna sambandsdeilu Norðmanna og Svía, er þá var mjög bitur, eins og kunnugt er. Áður en þráðurinn yrði tekinn upp af nýju, skall fyrri heimsstyrjöldin á 1914. Þing var því ekki háð fyrr en 1919 og þá í Stokkhólmi. Næst var tólfta þingið háð í Oslo 1922, hið þrettánda í Helsingfors 1925 (fyrsta þingið í Finnlandi), hið fjórtánda í Kaupmannahöfn 1928, hið fimmtánda í Stokkhólmi 1931, hið sextánda í Oslo 1934 og hið seytjánda í Helsingfors 1937. Ráðgert var þinghald hér í Reykjavík 1940, en vegna styrjaldarinnar varð ekki úr því og ekkei’t þing háð fyrr en 1948 að átjánda þingið var háð í Kaupmannahöfn. Hið nítjánda var síðan háð í Stokkhólmi 1951 og loks hið tuttugasta í Oslo dagana 23., 24. og 25. ágúst s.l. sumar. Samkvæmt 1. gr. reglna sambandsins er tilgangur þing- anna sá, að þar sé látið uppi álit um og rædd fræðilega þau efni á sviði laga og réttar, sem talin eru skipta hinar nor- rænu þjóðir verulegu máli á hverjum tíma. Grundvöllurinn 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.