Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 50
né bótum samkvæmt 2. gr. laganna. Hins vegar var henni
dæmt kaup úr hendi S. fyrir vinnu í hans þágu.
(Dómur B.þ. R., 3/7 1951).
B. ERFÐARÉTTUR.
Gildi erfðaskrár. — Fjárhaldsmaður.
Þann 8. júní 1951 andaðist Þ. Með erfðaskrá hafði Þ.
arfleitt barnið Ó., sem var sonarsonur hennar og einasti
skylduerfingi, að mest öllum eignum sínum. 1 erfðaskránni
var einnig ákvæði þess efnis, að ákveðinn maður, J. skyldi
verða fjárhaldsmaður Ó.
Faðir Ó. var látinn, en ekkja hans G., sem var móðir Ó.,
taldi, að hún ætti heimtingu á að vera fjárhaldsmaður
barnsins sbr. ákvæði 24. gr. laga nr. 95 frá 1947. Krafðist
G. því þess, að fyrrgreint ákvæði erfðaskrárinnar yrði
ógilt.
Talið, að G. ætti rétt á því að vera fjárhaldsmaður Ó. að
því er varðaði skylduerfð hans eftir Þ. og því yrði eigi
breytt með erfðaskrá. Að því leyti, sem erfð Ó. hefði farið
fram úr skylduerfðinni, þá var talið, að brostin væri veru-
leg forsenda fyrir ákvæðum erfðaskrárinnar að þessu leyti
og þau því metin ógild.
(Dómur B.þ.R. 6/11 1951).
C. FJÁRMUNARÉTTUR.
Verksamningur. — Gildi ákvæða samþykkta stéttarfélaga.
Á árinu 1950 tók múrsmíðameistarinn J. að sér múr-
húðun fyrir G. — Hélt G. því fram, að svo hefði umsamizt
með þeim, að fyrir verkið yrði greitt samkvæmt vinnu-
stundafjölda. J. kvaðst hins vegar hafa sagt, að enda þótt
hann sjálfur hefði ekki á móti því fyrirkomulagi, þá kæmi
það ekki til mála, því að múrsmíðasveinarnir myndu aldrei
samþykkja það, enda andstætt samþykktum þeirra.
J. lét síðan hef ja vinnu og lagði vikulega fyrir G. skýrsl-
ur, þar sem greindur var vinnustundafjöldi hvers starfs-
manns og kaup hans. Greiddi G. síðan fé þetta til J., sem
aftur greiddi það til hinna einstöku starfsmanna.
112