Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 54
Skaðabætur utan samninga. — Bifreiðaslys. — Fyrning lögveðs. Þann 28. marz 1946 ók Þ. bifreið einni áleiðis til Reykja- víkur. Bifreið þessi var eign eiginkonu hans S., en var skráð eign S.B., er hafði selt S. hana með eignarréttar- fyrirvara. Um svipað leyti ók V. vöruflutningabifreið sinni áleiðis til bæjarins. Á vörupalli bifreiðarinnar var farþega- skýli, og þar sátu nokkrir verkamenn, er verið var að flytja frá vinnustað. Skýli þetta var eign H., en bæði V. og verka- menn þeir, er í skýlinu sátu, voru í hans þjónustu. 1 Ártúns- brekku ók Þ. fram úr V. með þeim afleiðingum, að bifreið- arnar kræktust saman, og fór bifreið V. út af veginum. Skemmdist hún mikið, og farþegar hennar meiddust, þar á meðal E. Þann 14. des. 1948 höfðaði E. mál til heimtu bóta fyrir tjón það, er hann beið við slys þetta. Ki’afði hann Þ., S. V. og H. sameiginlega bóta og lögveðréttar í bifreiðinni til tryggingar bótunum. Taldi hann Þ. eiga sök á slysinu með ógætilegum akstri og væri hann því bótaskyldur. S. hefði verið umráðamaður bifreiðarinnar og því væri hún fébótaskyld samkv. ákvæðum bifrl. Bótakröfu sína á hend- ur V. byggði E. á því, að V. ætti meðsök á slysinu með ógætilegum akstri. Þá hefði hann ekki haft heimild til að flytja farþega með bifreiðinni og festing skýlisins hefði verð óforsvaranleg, en á því bæri hann ábyrgð. Kröfur sínar á hendur H. byggði E. á því, að V. hefðið verið í hans þjónustu og eigandi skýlisins. Hann hefði borið ábyrgð á, að flutningatæki væru í lagi, en þar sem þess hafi ekki verið gætt, væri hann bótaskyldur. Þ. var talinn skaðabótaskyldur svo og S., sem talinn var umráðamaður bifreiðarinnar. Ekki var sannað, að V. hefði sýnt nokkra ógætni í akstri. Sannað var, að skýlið var ekki fest á þann hátt, sem boðið er í 5. tl. 7. gr. reglug. nr. 72 frá 1937, og ekki hafði verið aflað heimildar til að flytja farþega með bifreiðinni eins og ráð er fyrir gei’t í 4. mgr. 14. gr. bifrl. En þar sem ekki var talið, að skýlið eða um- búnaður þess væri meðorsök slyssins, voru þeir V. og H. 116 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.