Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 54
Skaðabætur utan samninga. — Bifreiðaslys. — Fyrning lögveðs. Þann 28. marz 1946 ók Þ. bifreið einni áleiðis til Reykja- víkur. Bifreið þessi var eign eiginkonu hans S., en var skráð eign S.B., er hafði selt S. hana með eignarréttar- fyrirvara. Um svipað leyti ók V. vöruflutningabifreið sinni áleiðis til bæjarins. Á vörupalli bifreiðarinnar var farþega- skýli, og þar sátu nokkrir verkamenn, er verið var að flytja frá vinnustað. Skýli þetta var eign H., en bæði V. og verka- menn þeir, er í skýlinu sátu, voru í hans þjónustu. 1 Ártúns- brekku ók Þ. fram úr V. með þeim afleiðingum, að bifreið- arnar kræktust saman, og fór bifreið V. út af veginum. Skemmdist hún mikið, og farþegar hennar meiddust, þar á meðal E. Þann 14. des. 1948 höfðaði E. mál til heimtu bóta fyrir tjón það, er hann beið við slys þetta. Ki’afði hann Þ., S. V. og H. sameiginlega bóta og lögveðréttar í bifreiðinni til tryggingar bótunum. Taldi hann Þ. eiga sök á slysinu með ógætilegum akstri og væri hann því bótaskyldur. S. hefði verið umráðamaður bifreiðarinnar og því væri hún fébótaskyld samkv. ákvæðum bifrl. Bótakröfu sína á hend- ur V. byggði E. á því, að V. ætti meðsök á slysinu með ógætilegum akstri. Þá hefði hann ekki haft heimild til að flytja farþega með bifreiðinni og festing skýlisins hefði verð óforsvaranleg, en á því bæri hann ábyrgð. Kröfur sínar á hendur H. byggði E. á því, að V. hefðið verið í hans þjónustu og eigandi skýlisins. Hann hefði borið ábyrgð á, að flutningatæki væru í lagi, en þar sem þess hafi ekki verið gætt, væri hann bótaskyldur. Þ. var talinn skaðabótaskyldur svo og S., sem talinn var umráðamaður bifreiðarinnar. Ekki var sannað, að V. hefði sýnt nokkra ógætni í akstri. Sannað var, að skýlið var ekki fest á þann hátt, sem boðið er í 5. tl. 7. gr. reglug. nr. 72 frá 1937, og ekki hafði verið aflað heimildar til að flytja farþega með bifreiðinni eins og ráð er fyrir gei’t í 4. mgr. 14. gr. bifrl. En þar sem ekki var talið, að skýlið eða um- búnaður þess væri meðorsök slyssins, voru þeir V. og H. 116 J

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.