Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 18
ekki að geta farið fram hjá viðkomandi aðila, hvað við
liggur, ef hann lætur undir höfuð leggjast að hlýðnast
yfirvaldsboði og fullnægja þeirri skyldu, er það leggur
honum á herðar. Honum er þá í sjálfsvald sett að komast
hjá frekari óþægindum og vítum. Fullnægi hann skyldunni,
á hann ekkert févíti á hættu.
Nú á tímum, þegar löggjöf er svo umfangsmikil og
margbreytileg, ekki sízt á sviði stjórnarfarsréttar, að ekki
er unnt að gera ráð fyrir því, að almenningur kunni nokk-
ur veruleg skil á lagareglum, er mikilsvert, að sérstök at-
hygli skylduþegns sé vakin á lagaskyldunni með fé-
vítishótuninni. Yfirvalds ákvörðun um févíti getur því
haft meiri áhrif á athafnir manns en refsiregla, sem hann
þekkir ekki.
Ef þeirri skyldu, sem um er að tefla, er fullnægt innan
tilskilins frests, kemur ekki til greiðslu févítis. Það hef-
ur þá ekki fallið á skylduþegn. Ljóst er enn fremur, að
fullnusta, hvenær sem er, stöðvar frekara áfall dagsekta.
Spurning er hins vegar, hvernig fara skuli með áfallnar
en óinnheimtar dagsektir eða annað févíti, þegar skyldu
er fullnægt. Hér hefur vanræksla átt sér stað, og hafa
því dagsektir eða aðrar þvingunarsektir fallið á, um lengri
eða skemmri tíma. Á að láta innheimta eða afplána áfall-
ið févíti, þrátt fyrir það, að fullnusta hefur farið fram,
eða á áfallið en óinnheimt févíti að falla niður, þegar skyldu
er fullnægt, þótt slíkt eigi sér ekki stað fyrr en löngu eftir
tilskilinn tíma? Ef litið væri á févíti sem refsingu, myndi
fyrri leiðin vera rökréttari, þ. e. fullnusta skyldunnar
ætti ekki að skipta máli um áfallið févíti. Það ætti þá engu
að síður að innheimta eða afplána. Yfirvaldsboðinu hef-
ur verið óhlýðnazt um lengri eða skemmri tíma — brot
hefur verið framið — til refsingar hefur verið unnið. Ef
gefa ætti upp sakir við fullnustu skyldunnar, án þess að
aðstæður hverju sinni væru athugaðar, mætti orða, að
óhlýðni væri gefið undir fótinn. Sé hins vegar litið á fé-
vítið sem þvingunarráð, koma nokkuð önnur sjónarmið
til greina. Þá verður fyrst og fremst litið á það, hvor
80