Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Blaðsíða 47
Ritfregn.
Ólafur Jóhannesson: Skiptaréttur. HlaSbúö.
Reykjavík 195U.
Það hefir löngum verið íslenzkri lögfræði mikið mein,
að lítið hefir verið um íslenzkar náms- og handbækur lög-
fræðilegs efnis.
Einkum hefir þessi skortur háð stúdentum við Laga-
deildina. Nokkrar kennslubækur lögfræðilegs efnis hafa
þó verið gefnar út, en lögfræðibækur úreldast fljótt eins
og kunnugt er. Ymsar eldri kennslubækur íslenzkar eru
því úreltar með öllu, nema sem réttarsögulegar heimildir.
Má í því sambandi minnast: „Islenzks kröfuréttar“ (sér-
staka hlutans) eftir próf. Jón Kristjánsson, „Stjórnlaga-
fræði“ Lárusar H. Bjarnasonar hæstaréttardómara og
„Dómstóla og réttarfars" eftir Einar Arnórsson hæsta-
réttardómara. Kennarar Lagadeildar — en tveir hinir síð-
arnefndu voru það, er þeir rituðu bækur sínar — hafa að
vísu bætt nokkuð úr þessum bókaskorti með skrifuðum
fyrirlestrum, sem oft hafa verið fjölritaðir. En hvort
tveggja er, að ýmsir þessara fyrirlestra hafa fremur verið
drög að bókum heldur en fullgerð verk, og oft fjölritaðir
eftir handriti annarra en höfunda.
Síðustu árin hefir verið nokkuð bætt um þessi mál. Má
einkum þakka það forlaginu Hlaðbúð (Ragnari Jónssyni
hrl.), sem gefið hefir út nokkur lögfræðirit. Þeirra hefir
áður verið getið í þessu riti.
Nú hefir forlagið gefið út nýja lögfræðibók á þessu ári:
„Skiptarétt“ eftir prófessor Ólaf Jóhannesson.
Bókinni er fyrst og fremst ætlað að bæta úr skorti á
kennslubók.
Um tilgang bókarinnar farast höfundi orð á þessa leið
í eftirmála:
109
L