Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 21
févítishótunin er sérstök og einstaklingsleg — byggist á
yfirvaldsboði, sem beint er að ákveðnum aðila. Refsiregla
felur oftast í sér bann við tilteknum athöfnum. Hins veg-
ar er févítishótuninni, eins og áður er sagt, ætlað að knýja
aðila til tiltekinna athafna, þótt eðli málsins samkvæmt
sé síður en svo útilokað að knýja menn til að láta vera
að vinna eitthvert verk að viðlögðu févíti. Beri févítishót-
un ekki árangur, kemur til innheimtu eða afplánunar fé-
vítis. Þær aðgerðir byggjast ætíð á raunverulegu réttar-
broti. Má segja, að þá sé farið að nálgast refsingu. Eins og
áður segir, fellur áfallið en óinnheimt févíti niður, þótt
skyldu sé ekki gegnt innan þess frests, sem tilskilinn er í
yfirvaldsúrskurði, heldur einhverntíma síðar. Hafi refsi-
vert brot verið framið, er að vísu heimilt að láta hegningu
niður falla samkvæmt 74. gr. alm. hegnl., ef sá, sem verk
vann, hefur af sjálfsdáðum, eftir að það var fullframið,
afstýrt hættu þeirri, sem það hafði í för með sér, eða bætt
að fullu það tjón, sem af verkinu leiddi o. s. frv., en það
breytir eigi því, að refsivert brot hefur verið framið.1)
Þegar refsiverður verknaður hefur verið framinn, er
það dómstólum að jafnaði ekki í sjálfsvald sett, hvort
þeir dæma til refsingar eða ekki. Þeim ber venjulega að
dæma til hegningar, ef saknæmis skilyrði eru fyrir hendi.
Þessu er á annan veg farið með févíti, sem yfirvöld tiltaka.
Eins og flest lagaboð um það efni bera ótvírætt með sér,
er það algerlega á valdi viðkomandi yfirvalds, hvort það
grípur til févítis eða ekki.2) Hitt er annað mál, að svo
getur staðið á, að það séu sjálfsögð vinnubrögð hjá yfir-
valdi að grípa til févítis, þegar óhlýðni eða vanræksla hef-
ur átt sér stað, ekki er kostur annarra þvingunarráða, og
álíta má, að févíti geti borið árangur. 1 nokkrum laga-
1) Sjá 24. gr. alm. hegnl. viðvíkjandi afturhvarfi frá tilraun.
2) Sbr. orðalag lagaákvæðanna, t. d. ,,má þröngva" („þvinga, knýja“),
1. 29/1895 § 8, 1. 12/1922 § 5, 1. 53/1935 § 8, 2. mgr., 1. 63/193T'r'39, 1.
37/1948 § 52, „getur atvinnumálaráðherra" („sýslumaður", fjármálaráð-
herra“, „fjármálaráðuneytið"), 1. 77/1921 § 52, 30. gr, sveitarstjórnarl., 51.
og 52. gr. skattal., „ráðherra er heimilt", 1. 50/1941 § 11 o. s. frv.
83