Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 37
eftir því sem heimildir lágu fyrir í framtölum eða vitneskja fékkst um á annan hátt. Má búast við, að heimildir um þessi atriði verði fullkomnari eftirleiðis, úr því lögfest hefur verið, að þau skipti máli við ákvörðun tekju- og eignaskatts. Ákvæði 6. gr., e. liðs, um aukavinnu við byggingu eigin íbúðar hafði verið tekið til greina, eftir því sem heimildir lágu fyrir, áður en lög voru sett um það atriði, en ákvæði 1. gr. laga nr. 48/1954, sbr. 10. gr. 1. nr. 41/1954 um skatt- og útsvarsfrelsi sparifjár eru nýmæli. Af atriðum, sem sérstaklega koma til greina til hækk- unar útsvari, ber mest á þeirri álagningu á einstaklinga og fyrirtæki, sem miðuð er við umsetningu þeirra og nefnt er veltuútsvar. Eru þau einn þáttur í viðmiðunarreglum niðurjöfnunarnefnda við mat þeirra á útsvörum. Slík veltu- útsvör munu vera jafngömul útsvarsálagningu eftir efnum og ástæðum, þannig að ætíð hefur verið litið á, hversu rekstur væri umfangsmikill, þó að sjálft álagningarformið hafi tekið breytingum og sé nú í fastara horfi en tíðkaðist fyrrum. Er hér um að ræða tiltekinn hundraðshluta, sem lagður er á veltu en er mismunandi eftir tegund starf- seminnar. Þetta fyrirkomulag hefur verið tekið upp, með því að þótt hefur rétt að taka þannig tillit til þess aðstöðu- munar, sem gætir hjá almennum einstaklingum annars vegar og fyrirtækjum eða einstaklingum hins vegar, sem hafa með höndum einn eða annan sjálfstæðan rekstur eða starfsemi. öll bæjarfélög á landinu hafa fyrir löngu tekið upp álagningu veltuútsvara eftir föstum reglum, en þau munu þó vera nokkuð mismunandi hjá hinum eiristöku bæjarfélögum. Hin svo nefndu veltuútsvör eru, eins og nú standa sakir, mjög verulegur liður í útsvarsálagningu bæjarfélaganna. Eins og tekið var fram í upphafi, er hér aðeins getið nokkurra atriða, sem koma til greina við mat á „efnum og ástæðum", enda er rækileg upptalning þess ekki mögu- leg í stuttri tímaritsgrein. Þá er þess að geta, hvernig unnið er úr heimildum um 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.