Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Side 10
öðrum íslenzkan rétt. Alla ævi lét hann sig jafnframt skipta það, sem erlendis gerðist á sviði laga og réttar. Bar kennsla hans og önnur lögfræðistörf merki þess. Það verður naumast sagt, að dr. Einar væri mikill ræðumaður, ef mælt er á þann kvarða, sem almennt er gert. En er hann tók til máls, hvort heldur var í kennara- stól eða annarstaðar, varð hver sá er heyra vildi, þess fljótt var, að sá talaði, sem vissi, hvað hann var að tala um. Mál sitt bar hann fram skýrt og rökfast án allrar sundurgerðar og skrúðmælgi. greindi kjarna frá hismi og varpaði því ljósi á efnið, að menn hlutu að festa sér í minni. Hann var því ágætur kennari og þó ef til vill ekki sízt af því, að hann tengdi lögfræðilega ræðu sína fjöl- breyttum myndum og tilbrigðum lífsins sjálfs. Kennslan varð því til þess fallin að vekja áhuga, miðla fróðleik og beina augum nemenda að samhengi lífsins og laganna. Dr. Einar var ekki aðeins góður kennari. Hann var einnig mikill fræðimaður. Á sviði lögfræðinnar voru það þó fremur kennslubækur, sem hann lét frá sér fara. Margar fræðilegar greinar um lögfræðileg efni ritaði hann þó í innlend og erlend tímarit, einkum í „Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga", „Tidskrift for Rettsviten- slcap“ og, ekki sízt þetta rit, sem hann bar hitann og þungann af, ekki aðeins sem ritstjóri, heldur sem fræði- maður eins og lesendum þess er kunnugt. Fræðimennska hans kom þó e. t. v. skýrar fram í ritum hans og ritgerð- um sögulegs efnis — reyndar oft réttarsögulegs, enda var saga Islands honum alla stund kært viðfangsefni eins og áður er vikið að. Fyrir kennslu sína og fræðimennsku var dr. Einar kjörinn doktor í lögum af Háskóla Islands, er hann var sextugur. Þá var og gefið út „Afmælisrit" helg- að honum. Að því stóðu, auk lögfræðinga, fræðimenn í sögu og málfræði. Þar er skrá um rit lians til 1940. Afköst dr. Einars á sviði kennslu og fræðimennsku voru svo mikil, að talin mundu fullt ævistarf flestum mönnum. En hann lét þó einnig til sín taka á öðrum sviðum svq 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.