Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 23
arnefndin skyldi skipuð 15 fulltrúum, er Allsherjarþingið skal kjósa úr hópi manna, sem ríkisstjórnir bandalags- i'íkjanna tilnefna. Kjörtími nefndarmanna er 3 ár, en endurkosning er heimil. Við kjör í nefndina skal þess gætt eftir föngum, að hin ólíku réttarkerfi eigi þar fulltrúa. 1 þjóðréttarnefndina má kjósa þá eina, sem eru viður- kenndir fræðimenn eða kunnáttumenn í þjóðarétti. Nefnd- firmenn eru eigi fulltrúar lands síns og skulu eigi á neinn liátt vera bundnir þeim ríkisstjórnum, sem bent kunna hafa á þá til fulltrúakjörs. Aðstaða þeirra að því leyti til er svipuð réttarstöðu dómara í Alþjóðadómstólnum. Ekki reyndist unnt að kjósa þjóðréttarnefndina á Alls- berjarþingi 1947. Var hún því eigi kjörin, fyrr en á Alls- herjarþingi 1948. Við nefndarkjörið var alls stungið upp á 74 mönnum, og voru þeir borgarar 46 ríkja. Úr hópi þeirra voru svo valdir 15 nefndarmenn. Aðeins einn Norðurlanda- niaður var kjörinn í nefndina. Var það sænski hæstarétt- ardómarinn Emil Sandström, sem enn á sæti í þjóðréttar- nefndinni. Nefndin var annars skipuð svo, að í lienni áttu sæti 7 Evrópumenn, 5 Ameríkumenn og 3 Asíumenn. Voru margir fulltrúanna þekktir þjóðréttarfræðingar. Þjóðréttarnefndin tók eigi til starfa, fyrr en vorið 1949. Kom hún þá saman á fyrsta fund sinn í Lake Success 9. aPi'íl, og stóð sú ráðstefna hennar til 12. júní sama ár. Síð- an hefur þjóðréttarnefndin komið saman til funda á ári hverju. Var sjötta ráðstefna nefndarinnar háð í París 3. júní til 28. júlí 1954. Ákveðið var, að sjöunda ráðstefna nefndarinnar skyldi hefjast 20. apríl 1955 og koma sam- an j Genf. Ráðstefnur nefndarinnar hafa að jafnaði staðið um 10—12 vikur í senn. Á hverri ráðstefnu hafa svo marg- H’ einstakir fundir verið haldnir. Er sjöttu ráðstefnunni lauk, höfðu samtals frá byrjun verið haldnir rúmlega 280 fundir. Pjóðréttarnefndin kýs sér sjálf formann í upphafi hverrar ráðstefnu, og gildir kjör hans fyrir það samkomu- tímabil. Fyrsti formaður nefndarinnar var bandaríski 17

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.