Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Side 60
ui' lítið liðsinnt þeim foreldi'um, sem aðstoðar hennar leita al' þeim sökum. Ev nefndinni mikið kappsmál, að stofnsett verði vist- heimili fyrir afvcgaleiddar stúlkur og mundi nefndin tclja æskilcgt, að slílui heimili yrði valinn staður í ein- hverjum þeirra héraðsskóla eða kvennaskóla landsins, sem lítt cru sóttir og því mætti leggja niður. Nefndinni er kunnugt um nokkurn hóp unglingsstúlkna, sem nauðsynlega þyrfti að komast á slíkt uppeldisheimili. Ættleiðingum fer sífellt fjölgandi og má um það deila, hversu heppileg sú þróun er í okkar litla þjóðfélagi. Fullyrða má hins vegar að nú er orðið rnjög ócðlilegt samband á milli ættleiðinga og greiðslu fjölskyldubóta. Þannig fær t. d. kona, sem er tvígift og á fyrri mann sinn á lífi, ekki greiddar fjölskyldubætur með börnum af fyrra hjónabandi, nema seinni maður hennar ættleiði börnin. Virðist svo sem vonin um fjárhagslegan ávinning hafi í sumum tilfellum verið aðalástæðan til beiðna um ættleið- ingu. Taflan um misfcrli barna og unglinga sýnir álíka mikinn brotafjölda og árið áður, en þó er brot stálpaðri unglinga hcldur færri cn árið áður og má væntanlega setja það í samband við aukna atvinnu og vaxandi fjár- ráð þeirra af þeim sökum. Meira var nú um hnupl og þjófnaði en áður og voru mikil brögð að því fyrir jólin, er ösin var mest í búðum, að unglingar freistuðust til að slá eign sinni á útstilltar vörur enda óvenjuleg vörumergð á boðstólum í búðum bæjarins um síðustu jól og sýnist ekki ástæða til að draga þá ályktun af aukningu brota, þessarar tegundra, að af- brotahneigð barna fari vaxandi. 54

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.