Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 8
til tekizt eftir því á hvaða þróunarstigi brezkrar stjórn- skipunar fyrirmyndarinnar hefur verið leitað, og stund- um hefur verið um beinan misskilning að ræða. T. d. er talið, að hinn mikli franski stjórnspekingur Montesquieu, en 1955 var einmitt þess minnzt, að liðin voru 150 ár frá dauða hans, hafi að nokkru misskilið hina brezku stjórnskipan. Hann hafi gert meira en rétt var úr skiftingunni milli hinna þriggja höfuðgreina ríkisvalds- ins, þ. e. í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald, er væru í höndum þriggja ólíkra aðila eða valdhafa. Kenn- ingar Montesquieus hafa haft mjög mikil áhrif, og komu þau þegar fram við mótun stjórnskipunar Bandaríkj- anna á síðari hluta 18. aldar. Um þær mundir var það og engan veginn orðin viðurkennd regla í Bretlandi, að þing- ið skyldi ráða því, hver færi með ríkisstjórn, heldur taldi konungur það enn á valdi sínu. Allt átti þetta ríkan þátt í því, að Bandaríkin greindu í stjórnskipan sinni alveg á milli þings og stjórnar. Því að stjórnin skyldi tilnefnd af forsetanum, sem kosinn er al- mennum kosningum með sérstökum kjörmönnum og þarf ekki traust þingsins til að halda stöðu sinni. 1 Englandi fór þetta á annan veg. Krúnan missti smám saman öll völd um það, hverjir færu með ríkisstjórnina, og er nú svo komið, að neðri deild þingsins ræður því ein. Svipaður háttur hefur komizt á í samveldislöndum Biæta og víðast í Norðurálfu, þar sem frjálslegir stjórnarhættir hafa verið teknir upp. Þjóðir Norðurálfu öðluðust flestar stjórnfrelsi — þær, sem því hafa náð — í baráttu gegn sterku konungsvaldi og fengu það yfirleitt ekki fyrr en neðri deildin brezka var búin að ná til sín megin-ráðum um skipun ríkisstjórnar. M. a. af þeim sökum þótti það hvarvetna sjálfsögð krafa, að þjóðþingin fengu úrslita-ákvörðunarvald um val ríkis- stjórnar, þ. e. a. s., að eiginlegt þingræði væri viðurkennt. Það er kunnara en frá þurfi að seg.ia, að fyrst eftir að Alþingi íslendinga var endurreist hafði það ekki löggjaf- 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.