Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 25
sept. n. k. en þá höfðu flokkarnir undanfarið unnið nð því að mynda þingræðisstjórn en ekki tekist. Sú staðreynd talar og sínu máli, að eftir að ríkisstjóri var orðinn forseti, reyndi hann önnur úrræði en hann hafði gert 1942, greip t. d. ekki aftur til myndunar utan- þingsstjórnar 1944, þó að þingið myndaði ekki stjórn fyrr en rúmum mánuði eftir lausn utanþingsstjórnarinnar. né myndaði hann slík stjórn 1940. Þá sagði stjór'n Ölafs Thors af sér hinn 10. okt., en ekki tókst að mynda nýja stjórn fyrr en 4. febrúar 1947, þegar stjórn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar tók við. Þá liðu sem sagt nær 4 mári- uðir þangað til ný stjórn var mynduð, en 1942 hafði verið gripið til utanþingsstjórnar eftir rúman mánuð. Eftir að stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar fékk lausn 2. nóv. 1949 reyndist ógerlegt að mynda meirihlutastjórn að sinni. Varð þá að ráði,. að Sjálfstæðisflokkurinn fékk möguleika til myndunar minnihlutastjórnar. Var það í fyrsta sinni, sem sú leið var reynd. Sumir héldu því þá fram, að Framsóknarflokkurinn ætti að hafa forgang um þetta, því að hann hafði unnið mest á við kosningarnar 1949. En Sjálfstæðisflokkurinn var stærri og kvaddi for- seti hann sem sagt fyrstan til, og myndaði Ölafur Thors minnihlutastjórn hinn 6. des. 1949. Sú stjórn fékk lausn 2. marz 1950 eftir að samþykkt hafði verið á hana van- traust, sem flutt var af Framsóknarmönnum. Er enn reyndist erfitt um myndun meirihlutasjórnar, var forseti kominn á fremsta hlunn með að láta mynda utanþings- stjórn, en í þeim svifum tókst stjórnarmyndun Steingríms Steinþórssonar, og hafa síðan setið ríkisstjórnir, sem stuðst hafa við eindreginn meiri hluta Alþingis. Það er því ljóst að eftir reynslu áranna 1942—1944 ráð- gerir forseti á ný utanþingsstjórn þá fyrst, þegar reynt er að minnihlutastjórn fær ekki staðizt og stjórnarmynd- unarþófið hafði raunverulega varað marga mánuði. Svo sem af framansögðu sést hefur oltið á ýmsu um stjórnarmyndanir á því rúmlega hálfrar aldar-bili, sem 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.