Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Page 32
unargagna eða hlutdeild í rangri skýrslugjöf fyrir rétti. Ef málflutningsmaður vinnur beint gegn því, að liið rétta í máli lcomi í ljós, getur hann og orðið sekur um brot í op- inberu starfi samkvæmt ákvæðum hegningarlaga. Ef hann ber vísvitandi fram rangar kröfur eða staðhæfingar um málsatvik, er einnig Ijóst, að málflutningsmaður er brot- lcgur við ákvæði réttarfai-slaga, svo og mjög oft, er hann hcfur viðhaft ósæmileg ummæli eða framkomu. En þegar þessum tilvikum sleppii-, er óneitanlcga meira í óvissu, hvað cr leyfilegt og hvað óleyfilegt í málflutningi, enda hefur löggjafinn ekki talið sér fært að setja tæmandi ákvæði um skyldur málflutningsmanna fyrir dórni. Þegar þetta er haft í luiga, er því eðlilegt, að athugaðar séu nán- ar áðurgreindar kenningar um málflutning, ef þar kynni að vei-a að finna einhverja lausn á máli þessu. Þegar litið er til beitingar dómskapa í reynd svo og þeirra skipunar, sem ríkir um rekstur opinberra mála, mun almennt viðurkennt, að málflutningur til hins ýtrasta samkvæmt luiglægu kenningunni sé ekki heppilegur fyrir réttarskipunina, og svipuðu máli mun gegna um einka- málin. Flestallir málflutningsmenn vilja og leggja sérstaka áherzlu á sjálfstæði sitt í málflutningsstarfinu"), en slíkt sjálfstæði er auðvitað ósamrýmanlegt huglægu kenning- unni í sinni eindregnustu mynd. — Og eins og bent hefur verið á af fylgismönnum huglægu kenningarinnar, mun heldur ekki unnt að framfylgja hlutlægu kenningunni til hlítar, a. m. k. ekki í opinberum máluiri. — Það mun því mála sannast, að við aðra hvora kenninguna verður ekki stuðzt út af fyrir sig, heldur mun eðlilegast að hafa þær báðar til hliðsjónar. Yms þau rök, sem liggja að baki hug- lægu kenningunni eru býsna þung á metunum. Málflutn- ingur hefur um aldaraðir verið eftirsótt íþrótt fyrir metn- aðargjarna hæfileika- og hugsjónamenn, og eðli starfsins veitir sennilega enn hvatningu til þess, að málflutnings- 3) Sbr. t. d. Axel H. Pedersen í riti sínu, Sagförergerningen. 26

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.