Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 64
yfirráðaréttinum, enveldinu og hinum konunglega erfða-
rétti í sinni eigin hendi.
Árið 1774 tók konungur íslands sjálfur að sér stjórnar-
athöfnina á Grænlandi, svo nú er þjóðfélagsvaldið, yfir-
ráðarétturinn, einveldið og hinn konunglegi erfðaréttur allt
í sömu hendi, hjá konungi Islands í Kaupmannahöfn. —
Aðskilnaður Noregs við Island 1814—1821 hafði um sinn
engin bein áhrif á þetta. Grænlandi og Færeyjum var
stjórnað frá Islandsskrifstofunni sem áður.
Árið 1848 gaf Friðrik VII. upp einveldi sitt í Danmörku,
án þess að gefa einveldið samtímjs upp í íslenzka þjóðfé-
laginu. Á íslandi og Grænlandi stóð einveldið áfram á
grundvelli einvaldsskuldbindingarinnar í Kópavogi 1662.
Danskir grundvallarlagaráðherrar lögðu undir sig stjórn-
arskrifstofur konungsins í Kaupmannahöfn. Einvaldskon-
ungur Islands fól þeim að annast stjórnarstörf Islands og
Grænlands. Þetta var aðeins afturtækt starfsumboð. Ein-
valdskonungur Islands slakaði fyrst á íslenzka einveldinu
1874, og síðan nokkuð 1903—04, 1915, 1918; en yfir Græn-
landi og ýmsu fleiru heldur konungur íslands einveldinu
enn. Árið 1904 voru stjórnarskrifstofur Islands fluttar frá
Kaupmannahöfn til Reykjavíkur án þess, að Grænlands-
málin, sem konungur hafði löngu áður fært á annan stað
í stjórn sinni, fylgdu með. Meiru var ekki mögulegt að ná
heim þá. Árið eftir (1905) gaf danska Ríkisþingið út sín
fyrstu lög fyrir Grænladn. Þar með virðist Danmörlc hafa
fengið sömu aðstöðu gagnvart etinvaldslconungi fslands d
Grænlandi og Björgvmjarfélagið og Severin Icaupmaður
höfðu áður, en þdir áttu engan yfirráðarétt á Grænlandi.
Danmörk annast nú s.tjórnarframkvæmdina á Grænlandi
í umboði einvaldskonungs Islands og fer þar með það
þjóðfélagsvald eða „imperium ', sem SeveVin kaupmaður
og Björgvinjarfélagið fóru með áður, en yfirráðarétt yfir
Grænlandi á hún ekki frekar en þeir. Konungur Islands
heldur enn yfirráðaréttinum, einveldinu og hinum kon-
unglcga erfðarébti sínum yfir Grænlandi í sinni eigin
58