Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 56
höfðu frá elstu tíð runnið í. Reglurnar um greiðslu kon-
ungs fyrir stofnun „nýlendna" og útbúa á Grænlandi finn-
ast birtar á Alþingi, sem þó var ekki venja um tilskipanir
einvaldskonunganna til Grænlands. Kostnaðinn við land-
búnaðarnýlendu, sem fyrirhugað var að stofna á Græn-
landi á 18. öld, átti að greiða úr landssjóði Islands (Jarða-
bókarsjóði). 1 fyrstu opinberri fjárhagsskýrslu Danakon-
ungsríkis 1835, standa útgjöldin til Islands og Grænlands
óaðgreind útgjaldamegin, og svipað var næstu ár. Græn-
iandsnefnd, sem skilaði áliti þetta ár, og hafði séð, hvernig
útgjöldum Grænlands var fyrirkomið, fann ástæðu til að
benda á, hvert tekjur af Grænlandi ættu að ganga.
Af hálfu Noregs talaði í 4. nefnd hinn nýlátni ritstjóri,
Chr. S. Oftedal. Óskaði hann Danmörku til hamingju með
upptöku Grænlands í danska ríkið, og Lannung með hans
dugmiklu og geðþekku framkomu. Markmið ræðu sinnar
Icvað hann ekki vera það, að gera kröfu, heldur vildi hann
„gera nokkrar athugasemdir við sögu Grænlands eins og
hún væri lögð fyrir oss hér.“ „Ef menn í skýrslunni fyrir
framan oss,“ sagði Oftedal, „skifta á orðunum „norrænt",
„skandinavísk" og „Skandinavar" og orðunum „Noregur'1
og „norskt", held ég, að hið mesta af þeirri sögu, sem sögð
er, fái staðist.
Óstytt eintak af svarræðu Lannungs hef ég ekki, og verð
því að styðjast við það, sem Oftedal segir um hana í Stav-
anger Aftenblad 7. jan. 1955. Honum farast svo orð:
„Þegar danski fulltrúinn, Hermod Lannung, landsréttar-
lögmaður, svaraði ræðu minni, sagði hann einmitt það, sem
hitti naglann á höfuðið: Island, áleit hann, hefði ríkari á-
stæðu til að rita athugasemdir i röndina við hina eldri sögu
Grænlands. Enginn Islendingur sagði neitt. Það var enginn
fslendingur viðstaddur meðan málið var rætt. Hin dug-
mikla, litla, íslenzka sendinefnd, sem aldrei er vön að láta
sig vanta, ef þýðingarmikil mál eru á ferð, og einkum ef
það eru þýðingarmikil mál, sem snerta hagsmuni Islands.
Hversvegna var Island þá fjarverandi? Mundi Grænlands-
50