Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Side 37
Dana og heiðursdoktor Hafnai'háskóla grein fyrir því, að Grænland hefði verið nýlenda Isiands. En orð hans drukkn- uðu alveg í hinum danska áróðri, sem ekkei't virðist heldur hafa enn verið linað á hér á landi.1) En nú hefur danska ríkisstjórnin sjálf snúið við blaðinu, og á næstsíðasta þingi Sþ. haustið 1954 algerlega afneitað því, að Grænland hafi nokkru sinni verið sjálfstætt lýð- veldi, og fullyrt það með ýmislegu orðavaii, að Grænland hafi allt síðan á víkingaöld verið íslenzkt yfiri'áðasvæði sem nýlenda í „várum lögum“ og hluti hins íslenzka þjóö- félags. Víkjum við nú að eigin orðum Danmerkur um jressi efni. Þegar Danmörk með grundvallarlögunum frá 5. júní 1953 hafði knúið íbúa suðvesturstrandar Grænlands til að senda tvo fulltrúa á danska Ríkisþingið, tilkynnti Dan- mörk þ. 3. september 1953 Sþ., að hún teldi sér ekki lengur skylt að gefa aðalritara Sþ. skýrslur um Grænland semkv. 73. gr. stofnskrárinnar. I nóvember 1954 kom mál þetta fyrir 4. nefnd Sþ. Þá var útbýtt meðal meðlima sendinefnda Sþ. tveimur bókum, sem danska ríkisstjórnin hafði sent vestur í þeim tilgangi. Hét önnur „Greenland" (þ. e. Grænland) og var cjcfin út af danska utanríkisráðuneytinu. Hin hét „Report on Green- land 1954“ (þ. e. Skýrsla um Grænland 1954). Var það síðasia slcýrsla dönsku rílcisstjórnarinnar til aðalritara Sþ. Var hún samin af 2. deild danska forsætisráðuneyt- isins, Grænlandsdeildinni, sem nú hefur verið gerð að ráðuneyti Grænlands. 1) Nú er verið að gefa út í Bandaríkjunum Grágásarþýðingu Sveinbjarnar Johnsons á ensku. Verður þar vonandi rækilega sýnt fram á rétt Isiands til Grænlands og til yíirráða Islands i vestur frá Islandi. 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.