Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 13
kvæmd reyndi aldrei á þetta, þannig að meirihluti ylti raunverulega á því, hvort hinir konungkjörnu væru tald- ir með. Þar sem þeir höfðu fullan atkvæðisrétt um öll þingmál og gátu þess vegna með atkvæði sínu t. d. fellt fjárlagafrv., skattalagafrv. og önnur þau mál, sem stjórn- inni var lífsnauðsyn að fá fram, skortir heimild til að full- yrða, að ekki hafi átt að taka tillit til þeirra um stjórnar- myndanir. Enn greinilegra er það, að á meðan sérstakir lands- kjörnir þingmenn voru kosnir um land allt, bar þeim sami réttur og öðrum þingmönnum til áhrifa um skipun ríkis- stjórnar. Mátti m. a. halda því fram, að þeir gæfu betri mynd af þjóðarviljanum en hinir kjördæmakosnu þing- menn, eftir að í Ijós kom, hversu fjarri gat farið, að vilji meirihluta kjósenda í heild réði úrslitum við kjördæma- kosningarnar. Áhrif hinna landskjörnu þingmanna í þess- um efnum komu glöggt fram á Alþingi 1932. Þá hafði Framsóknarflokkurinn fengið hreinan meirihluta á Al- þingi við þingkosningarnar 1931. En sá merihluti nægði ekki til algers meirihluta í efri deild, því að þar áttu hinir landskjörnu þingmenn sæti. Stjórnarandstaðan hafði þess vegna afl til þess að stöðva framgang mála í þeirri deild, og því afli var beitt til að knýja ríkis- stjórn Tryggva Þórhallssonar frá. Tók þá Ásgeir Ás- geirsson við og fékk nægan stuðning til að fara millileið í lausn kjördæma-málsins, sem þá var helzta deiluefnið. Eftir að eiginlegt landskjör var lagt niður og uppbótar- þingmenn, sem að vísu eru kallaðir landskjörnir þing- menn, komu í þeirra stað, hefur engum til hugar komið annað en þeir hefðu í þessum efnum sama rétt og aðrir þingmenn. Annað vafamál er, hvort krefjast beri meirihluta ekki aðeins í þinginu í heild, þ. e. í sameinuðu þingi, heldur og í deildunum. Þýðing þessa úrlausnarefnis var að vísu meiri á meðan efri deild var að nokkru leyti skipuð eftir öðrum grund- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.