Tímarit lögfræðinga - 01.01.1956, Blaðsíða 11
að þingræði á að gilda, nægir þetta ekki. Atbeini Alþingis
þarf og að koma til. En með hverjum hætti?
Meiri hluti Aiþingis kemur vitneskju til þjóðhöfðingj-
ans um það, hverjum hann vilji láta fela stjórnarmyndun,
og er þjóðhöfðingjanum þá skylt að fylgja þeirri ákvörð-
un.
Áður fyrri mun þessi vitneskja tíðast hafa verið látin
konungi í té fyrir milligöngu forseta þingsins, og fóru
þeir t. d. allir á fund konungs í þessu skyni 1909, en oft-
ast voru símskeyti látin nægja í þessu efni. Stundum munu
tillögur frá fráfarandi ráðherra eða flokkaformönnum
hafa verið fengnar. Konungur taldi sig og ætíð hafa rétt
til að leita ráða hjá hverjum þeim, er honum sýndist, svo
sem glögglega kom fram 1915 eftir afsögn Sigurðar Eggerz
30. nóv. 1914 og fyrir útnefningu Einars Arnórssonar. Þá
kvaddi konungur fyrst á sinn fund Hannes Hafstein,
helzta mann minnihlutans á Alþingi. Eftir ábendingu
Hannesar gerði konungur síðan boð eftir Einari Arnórs-
syni, Guðmundi Hannessyni og Sveini Björnssyni, sem
allir voru úr meirihlutanum, er fylgt hafði Sigurði, sem
sagði af sér ekki vegna fylgisleysis á Alþingi heldur vegna
ágreinings við konung.
Eftir að kosinn var innlendur ríkisstjóri og siðar for-
seti, varð mun hægara um vik fyrir þjóðhöfðingjann að
fylgjast með og hafa samráð við þá, sem honum þótti
hyggilegt. Nú kveður forseti þá fyrir sig, sem honum
sýnist og þá fyrst og fremst formenn flokkanna, en einn-
ig alla aðra innanþings eða utan, sem hann telur sér gagn
af að ræða við.
Allar þessar ráðleggingar og skoðanakannanir eru í því
skyni að gera þjóðhöfðingjanum hægara um að átta sig á,
hver hafi nægilegt fylgi til stjórnarmyndunar.
Ef ákveðinn meirihluti er á Alþingi, annað hvort eins
flokks eða flokka-samsteypu, er vandinn enginn. Þá er
þeim falin stjórnarmyndunin, sem meirihlutinn nefnir til.
Svo var t. d. um Hannes Hafstein í fyrstu og Björn Jóns-
5